Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 16
118 ÆGIR vara sé. Hinn 12. júlí s. 1. var Hermanni ekki kunnugt, að hákarlaveiði yrði stund- uð hér sunnanlands en bjóst um það leyti við, að hákarl kæmi á lóðir Sandara og yrði fluttur á land;ællaði hann þá að gera einhverjar tilraunir og sýna mönn- um hvað af hákarli bæri að hirða. Síldveiðar stunda úr Hafnarfirði fyrir norðan hotnvörpuskipin »Víðir« og »Ym- ir«, sömuleiðis mótorbátarnir »Elin«, »Freyja«, »lsafold«, »Nanna« og »Vana- dís«. Frá Reykjavík eru á sildveiðum botn- vörpuskipin »Gulltoppur« og »GIaður«, mótorskipin »Hákon«, »Ingólfur«, »Svan- ur 11«, »Iiöskuldur«, »Björgvin«, »Geir Goði« og nokkrir hátar á reknetum. Markaðurinn. Eftir skýrslum frá Róm, heíir hveili verið sáð á norðurhveli jarðar svipað og í fyrra (fréttir frá Rússlandi og Iíína eru þó ekki ábyggilegar). 1 byrjun júnímán- aðar benti þegar alt á, að hveitiupp- skeran mundi meiri í ár en hún varð i fyrra og meiri en meðaluppskera hinna 5 síðustu ára. Um uppskeruhorlur ann- ara korntegunda verður að svo stöddu engu spáð, en hvaðanæfa af norðurhveli jarðar fréttist, að útlit sé lyrir, að upp- skera verði góð. Hveiti frá Austur-Ind- landi kemur fyrst á markaðinu og er uppskera þar um 20°/o meiri en í fyrra. Samkvæmt veðurskýrslum liefir rignt að mun alstaðar þar sem korutegundum hefir verið sáð og vöxtur hefir verið í ám í Rússlandi svo þær hafa flóð yfir bakka sína. í miðjum júlí voru komnir hitar miklir og sólskin svo uppskeru- horfur voru hinar bestu. Talið er víst að Rússland flytji korn út í ár. Bolshevikar áætla þegar, að þeir muni flytja út 2 miljónir smálesta, en ensk áætlun er, að þaðan muni verða útfluttar 1 miljón smálestir, en alment álit er, að Rússar muni ílytja út alt er þeir geta, til þess að ná í ýmislegt til iðnaðar, er þeim er bráð nauðsyn að fá. Hið sama mun mega ætla að önnur kornlönd geri, sem fjárhagslega eru illa stödd. Fiskiveiðar í Norðursjónum hafa verið heldur rýrari hina 5 fyrstu mánuði árs- ins en yfir sama tímabil i fyrra, og líkl má segja um veiðar annara landa, er sækja fisk í Norðursjóinn. Fiskafli Norð- manna hefir orðið mikill og fiskur vænni en á 6 undanfarandi árum. Hinn 23. júní var afli þeirra er hér segir og borin sam- an við 2 slðastliðin á. 1923 1922 1921 Alls miljón st. . 51.5 47.9 39.0 IJar af hert . . . 21.8 23.9 18.5 » » saltað . . 25.9 21.6 18.6 Gufubr. lýsi hl. 85.073 79.313 57.388 'Önnur lifur hl.. 17.098 15.252 13.367 Hrogn hl 51.852 41.590 38.728 Við austurströnd Bandaríkjanna voru veiðar talsvert meiri all til síðustu daga aprílmánaðar, en þær voru sama tímbil í fyrra, en símskeyti frá St. John til danska utanríkisráðuneytisins hljóðar svo: »Fishery poor Labrador hampered hy ice«. Virðist það benda til að fiskur hafi ekki gengið upp að ströndum vegna kulda í sjónum og afli því rýr. Eftirspurn er lítil eftir fiski og eru á- stæður taldar þær, að enn er gamall fiskur fyrir á Spáni og kaupendur gefa sig lítt fram í þeirri von, að verðið lækki síðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.