Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 3

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 16. árg. Reykjavik, Nóvember 1923. Nr. II. Hugleiðingar um hagnýtingu á fiskúrgangi. Eitt af þvi, sem mikið er umtalað, nú á þessum »síðustu og verstu« tímum, er hinn erfiði fjárhagur landsins og ískyggi- legu horfur bans í næstu framtíð. Rekst- ur atvinnuveganna, ekki sist fiskveið- anna, er afar dýr, en verðið á afurðun- um fer silækkandi, og er nú á aðalvör- unni, saltfiskinum, orðið nál. eins og það var fyrir stríðið, (sé tekið tillit til verð- mætis eða gengis krónunnar), þar sem aftur á móti allar lífsnauðsynjar og rekst- urskostnaðurinn er hér um bil þrefalt hærri. Er því auðsætt, að fiskveiðarnar eru staddar í voða, ef hlutfallið breytist ekki til batnaðar. Ekki virðist svo sem menn sjái nein ráð við þessum vandræðum, nema hvað helzt er prédikuð »sparsemi«, en þó helzt þegar menn talast við, því að »blöð- in« gera lítið að því, hafa um annað há- leitara að ræða. Og sizt er neita þvi, að það er lífsnauðsyn fyrir oss nú að tak- marka alla eyðslu, neita sér um allan »óþarfa« o. s. frv. og reyna að halda sem bezt á með alt, sem til reksturs útgerð- arinnar (eins og annara atvinnuvega) þarf, og leggja niður alla bruðlunarsemi, sem er ávalt talin óbriðgull vottur menn- ingarleysis og uppskafningsháttar. En það er hægara að prédika sparsemi, en að framkvæma hana, einkum eftir öll þessi veltiár, þegar við vöndumst á að lifa »kongalífi«, o: í óhófi og eyðslu, við »háspennu«-peningaspil og annað býlífi og þess vegna ætla eg ekki að fara fleiri orðum um það atriði (enda mun neyðin kenna mörgum það í næstu framtíð), en snúa mér að einu einstöku atriði, sem eigi er ómerkilegt í þessari tíð, þegar menn ættu að spara sem mest öll kaup á útlendum vörum, en reyna að fram- leiða sem mest af því, sem vér þörfnumst eða yfirleitt borgar sig að framleiða (því að framleiðsla, sem borgar sig ekki, þeg- ar á alt er litið, er ómagi). Þetta atriði er hagnýting aflans einkum hagnýt- ingin á öllu því verðminna af honum, úrganginum eða raskinu, eins og það ott er nefnt; að vísu er á mörgum sviðum pottur brotinn með hagnýtingu og hirðu hjá oss (og fæ eg ef til vill tækifæri til að minnast á eitthvað af því), en hvergi mun því þó vera eins ábótavant og þeg- ar um sjávaraflann er að ræða. Sjálfur er eg alinn upp i útkjálka-veiði- stöð á aflaleysisárum. Máttu menn þar illa við því að láta nokkurn hlut fara í sjóinn aftur, af því litla, sem úr honum fékst; úr öllu varð að gera sér »mat« og eg get sagt það sveitungum minum til maklegs lofs, að það var gert; það fór tæplega nokkur »slorskúfur« (o: innýfli) i sjóinn aftur, hvað þá annað. Alt var hirt. Slorinu var safnað í gryfjur (slor-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.