Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 8
170 ÆGIR in má eta ný, reykt, eða söltuð, eða jafnvel þurkuð og blönduð saman við mjöl (hrogna-soðkökur þektust á Suð- urlandi í ungdæmi mínu).* 1 2 1) Loks má benda á að súrsaðir sundmagar eru sæl- gæti, þó að næringargildi þeirra sé ef til vill ekki mikið. Þeir eru nú reyndar oft dýr verziunarvara, eins og nú í ár. Lifr- aðir kútmagar og mjölmagar (mélslóg) eru heldur engin fantafæða. Alt þetta, sem nú var talið, er í rauninni eins kjarngóð íæða og sjálfur bolurinn, og með þvi að nota það rækilega, má spara eigi lítíð af bolnum (af t. d. ýsu og smá- fiski) og »leggja því meira inn« af verð- mætum fiski, sem oftast mun ekki af veita, et verðið er annars fyrir ofan kostnað. 2. Skepnufóður má gera úr flestu af því, sem nú hefir verið talið, og ekki er auðið að gera að mannamat, og þar vil eg sérstaklega nefna hrogn og svil úr öllum fiski, þar á meðal úr hrognkels- um, soðin eða þurkuð, söltuð eða ný, sömuleiðis smáufsa, síli og loðnu, háf (þó ekki nýjan?) og hausa allskonar, soðna eða herta og barða. Enntremur allskonar hryggi (dálka) á sama hátt. Gott væri, ef mala mætti niður öngul- lausa hausa og hryggi með ódýrum tækj- um og dettur mér i dug, hvort ekki mætti finna upp ódýrar kvarnir, knúð- ar með vatns- eða vindafli.*) Loks hygg eg að öll afbeita (síld, skel og ljósabeita) mætti verða bezta fóður, ef hún væri egi eru i nýjum þorskhrognum 22—25°/o eggja- hvituefni, 3,6°/o köfnunarefni og 1,7—2,1 °/«feíti. 1) í Norsk Fiskeritidende þ. á., bls. 148, er vakið máls á gildi hrognanna sem fæðu, sem einmitt af því, hvað þau eru vitamín-auðug, séu sérlega holl fæða handa skólabörnum. 2) Pað er eins og menn hafi alveg gleymt því i sviþinn, að afl sé í vindi og vatni streymanda, afl sem ekki þarf að kaupa dýrum dómum frá útlöndum. hirt (söltuð eða hert) til þess. Ef vel væri á haldið hygg eg að mikið mætti spara af útlendum fóðurbæti, sem nú er keyptur fyrir lugi þús. kr. á ári. 3. Til áburðar má hafa alt sjófang, alt það sem er talið hér að framan og ekkí er hægt að gera neitt betra við, og svo auk þess slorið (o: meltingaríæri fisk- anna), með öllu því sem það kann að geyma i sér, af meira eða minna meltri fæðu og skeljabrotum (kolsúru kalki), annað hvort á þann hátt, að það sé breitt nýtt út um túnin, eða i garða, eða lagt undir þökur; eða þá safnað sumar, haust og vetur í heldar gryfjur (slorfor- ir) og borið á á vorin. Allur þesskonar áburður er mjög sterkur og gæti sparað eigi lítið af útlendum áburði, sem nú er keyptur árl. fyrir tugi þús. kr. 4. Loks má hafa til eldsneytis alt sjófang, þegar það hefir verið þurkað nægilega, jafnvel slor, hryggi og hausa, sem legið hafa og rignt úti sem áburður alt vorið. Menn mega hafa það hugfast, að í öllu þesskonar rusli, full þurru, er meiri hlutinn kolefni — fínustu kol — og kol eru enn dýr, þó að þau séu kom- in »niður« i 80—100 kr. smálestin.1) Eg hefi nú gefið örstutt yfirlit yfir, hvernig hagnýta má alt það, sem úr sjónum kemur, og eg tala hér, get eg vel sagt, af reynslu, því að flest af því, sem eg hefi nefnt, var gert í ungdæmi mínu í átthögum mínum, og flesta þá fiska, sem eg hefi nefnt hér, hefi eg smakkað í einhverri mynd. Þá er eftir að íhuga tvenl: Hvernig má komast yfir að hirða þetta, og hvað á að gera við allan á- 1) Mér blöskrar oft að sjá, hve viöa jafnvel á myndarheimilum, er kastað í öskuna feikn- um af hálfbrendum kolum — kókes —, sem eru bezta eldsneyti. Petta var gert mikið í Heykja- vik, meðan kolaverðið var 325 kr, Svona hugsa menn litið um að spara.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.