Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 7
ÆGIR 169 væri tími né fólk til þess að hirða þetta, þegar mest kallaði að, eða jafnvel á- litið að ekkert væri hægt að gera við það, og það er satt, að aðkomumenn og jafnvel þurrabúðarmenn eiga eríitt með að hagnýta sér það. Það sem eg hygg að oss sé tiltækileg- ast og hentugast að gera, er að revna að hagnýta sem mest af úrganginum handa oss sjálfum, því að eg býst ekki við að það verði gert í stórum stýl, með út- lendan markað fyrir augum, nema á ör- fáum stöðum, og hef eg minst á það atriði áður. En úr því að vér verðum aðallega að hugsa um að hafa úrganginn til innanlands nota, þá verður að flokka hann eftir því, hvað úr honum má fá, í mannamat, skepnufóður, áburð og elds- neyti, og skal eg nú minnast litið eitt á hvert einstakt atriði. 1. Mannamat má gera úr mörgu aí raskinu: úr þorsk,- stútungs- og stærri þyrsklingshausum, löngu- keilu- og karfa hausum; lúðu-, steinbíts- og hlýra hausum og stórýsuhausar, eru bezti mat- ur, eins og kunnugt er, og eru viða etn- ir. Stór, feitur þorskhaus eða lönguhaus er nærri soðningaskamtur handa meðal- manni og tveir steinbitshausar ámóta; þá er ekki lítill matur í vænum keilu- haus, og allir þekkja, hve mikið sælgæti og hve fitumikill lúðuhausinn er. Filan i heilabúi karfans er afar fín. Þeir sem vilja bæta hausana, geta steikt suma þeirra, eins og væna þorskhausa og steinbitshausa. Steiktar þorskakinnar eru sælgæti. Það aí þessum hausum, sem ekki er etið nýtt, á að sjálfsögðu að herða eða salta. Á haustin, veturna og vorin, má herða alla hausa, en á sumr- in, um maðkatímann, er það erfitt; þó má gera það, ef þeir eru hengdir nógu hátt, 6 álnir eða svo yfir jörð, eða yfir sjó eða vatni. í*á mundu maðkanir drukna, þegar þeir skriðu út og það sér flugan fyrir og »víar« því ekki. Annars má salta alla hausa, hve nær sem er, og saltaðar þorskinnar eru alm. viðurkend- ar sem eitt hið bezta saltmeti. Norðmenn eru nú farnir að salta þorshausa af al- efli, höggva að eins úr þeim krummann, eftir því sem sagt er frá í Norsk Fiskerí- tidende, 1923, bls, 69—71. Vestm.ey- ingar hafa gert tilraun til að selja salt- aða þorskkinnar í Khöfn, en ekki fengið nóg fyrir þær. Ætli mætti ekki fá mark- að fyrir þær annarsstaðar? Eins hafa þeir reynt að selja sveitabændum þær, en sagt að þeir vilji þær ekki, vilji held- ur saltfisk. Marga af þeim fiskum, sem menn hirða nú litið um, má og vel eta, og sumir þeirra eru bezti matur; eg vil þar fyrst nefna sandsíli (trönusíli), loðnu, allar kolategundir, náskötu og tindabikkju (ló- skötu), urrara og marhnút, að eg ekki nefni karfann, sem sumir þekkja ekki (eg varð að kenna gömlum Bolvíking- um að eta hann í sumar!) og keilu. Hún er sælgæti, úldin, einkum haust og vet- ur (þá ormalaus) (3 vikur i hlýju fjósi, áður en hún er etin, er gömul sunnlenzk regla); úldna keilu þekkja eldri Vest- m.eyingar og aðrir út með suðurströnd- inni.1 2) Svo er lifrin úr þorski og ýsu líklega hollasta vitbitið, sem við höfum, jafn auðug og hún er að vítaminum. Al- kunnugt er, hvernig ungir fiskimenn og gamlir styrktu sig hér áður á þorskahrá- lýsi, bæði á undan og eftir róðri, og voru ekki sviknir. Nú er víst margarínið kom- ið í staðinn; það er fínna. Svo mega menn muna, að öll hrogn eru egg, með svipuðu næringargildi ogfuglaegg.*) Hrogn- 1) Um sildina ætla eg ekki að tala hér, Jón Bergsveinsson formaður Fiskifélagsins gerði pað rækilega í fyrra haust, í 11. tbl. Ægis. 2) Samkvæmt nýgerðum rannsóknum í Nor-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.