Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 6
168 ÆGIR að því verður, er að það sem kastað er við land, er etið allmikið af þorsk- og ufasseiðum og af æðarfugli eða öðrum fuglum, sem menn kafa nokkurt gagn af, en það sem kastað er úti á miðum fer víst mest í marfló og önnur óæðri sækvikindi, en nokkuð þó í þorsk, og fáa aðra fiska, og nærir þá. Þá er spurningin, hvernig fara skal að því, að hagnýta sér betur alt þetta verð- mæti, sem hér er um að ræða, og verð- ur miklu hægara að tala og skrifa um það, en að framkvæma. Menn sjá víða, að þetta er ilt og óverjandi og í flestum veiðistöðum eru margar heiðarlegar und- antekingar, menn, sem hirða og gera sér »mat« úr öllu því sem þeir geta annað. Margir bera fyrir sig annríki eða maðk- inn, sem fer í alt, sem herða á um há- sumaríð, og þeir sem liggja við í ver- stöð, langt frá heimili sínu, geta eðlilega ekki hagnýtt sér nema hið verðmætasta. Regar um skip er að ræða, sem gera að aflanum úti á miðum, er alt ómögu- legt viðureignar, meðan ekki eru til nógu smáar og fljótvirkar vélar, sem gætu breytt öllum úrganginum í skepnufóður eða áburð. Um kinnun eða söltun á hinum stærri þorskhöfðum getur tæplega verið að ræða, nema góður markaður væri fyrir kinnarnar utanlands eða innan. Betur standa menn að vígi með úr- ganginn úr þeim afla, sem á land er fluttur. í Vestmanneyjum hefir verið »gúanó«-verksmiðja (gufuknúin); hún varð þó of dýr í rekstri meðan styrjöld- in stóð yfir og kolin voru dýrust, og varð þá að hætta. Nú er hún tekið til starfa aftur, en hefir alls ekki við, og er því ósköpunum öllum ekið þar i sjóinn á vetrarvertiðinni, auk þcss sem fer á tún og í garða. Á Flateyri voru Pjóðverj- ar með þesskonar verksmíðju fyrir stríðið, og var hugsunin víst að sækja líka hráefnin (sjóveg náttúrlega) til Suð- ureyrar og jafnvel alt norður í Bolunga- vik og Hnífsdal (langa og stundum stranga leið), en verksmiðjan hætti í stríðinu og hefir ekki tekið til starfa aftur og senni- lega hefði það aldrei borgað sig, að sækja hráefnin út fyrir fjörðinn, hvað þá fyrir Deildina, þau þola ekki mikinn flutn- ingskostnað. I Sandgerði reyndi Har. Böðvarsson & Co. að gera fóðurmjöl úr hörðum þorkhausum, með því að mala þá með mótorafli, og hefði það líklega borgað sig vel, ef ekki hefði verið svo mikið af lóðarönglum í mjölinu, meira, en holt var fyrir kýrnar, sem átu mjölið. Þessi dæmi sýna, að menn hafa reynt að hagnýta sér úrganginn í stórum stýl, þar sem bezt hefir hagað til og þörfin verið allra brýnust, en það hefir ekki tekist rétt vel. Enn eru þó ýmsir stór- huga menn, sem telja þetta einu leiðina til þess að hagnýta úrganginn. En þess er að gæta, að þesskonar hagnýting er dýr og krefst þess fyrst og fremst, að svo mikið falli fil af úrgangi á staðnum, að verksmiðjan hafi nóg að gera allan þann tíma, sem henni er ætlað að vinna (o: alla vertíðina) og að öruggur mark- aður og nægilegt verð fáist fyrir fram- leiðsluna. Hér eru fáar veiðistöðvar, sem hafa að staðaldri svo mikinn úrgang, að þær geti »fætt« eina gúanó-verksmiðju hver, nema stuttan tíma af árinu. Þess vegna virðist mér þessi leíð ekki líkleg til þess að ráða bót á ólaginu, og skal eg nú koma að því, sem eg tel líklegast og oss hentugast í þessu máli. Þegar eg hefi talað við menn í ýnis- um veiðistöðum um þetta, hefi eg oft- ast fljótt orðið þess var, að þeir hafa fyllilega fundið til þess, að þetta væri öðruvisi en það ætti að vera, en þel1 hafa afsakað það með því, að hvorki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.