Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 5
ÆGIR 167 af steinbit, karfa, skrápflúru (brosmu), keilu, smáfiski og tindabikkju (lóskötu), ekki að tala um slorið, o: innýflin (að lifrinni fráskilinni, sem þó er oft illa hirt) og hryggina (dáfkana), með sund- maganum í og alla gamla síldbeitu af önglunum. Á Austfjörðum og við Eyjafjörð er viðast siður að slægja á bryggjum eða pöllum, sem ganga tit í sjóinn; er þá öllu raski kastað í fjöruna eða sjóinn, stundum öllu, nema bolnum einum (eins og þegar vér| strákarnir hirtum að eins beitukonganal) og er þó ekki skemtileg kösin af þessu drasli, þar sem hún ligg- ur og úldnar í fjörunni á sumrin, eða treðst niður í lendingunni, eins og sjá má annarsstaðar, svo að menn vaða þenna lika þokkalega elg í ökla, þegar verið er að setja bátana eða gera að fisk- inum. Eg hefi séð þetta í »fullum gangi« á Austfjörðum og Norðurlandi á sumrin; en á Vestfjörðum og Suðurlandi er þetta mest á veturna og vorin, þegar aflinn er þar mestur, og er það orðið hljóð- bært, hve mikil brögð eru að þessu í Vestmanneyjum og Sandgerði. Sjálfur hefi eg eigi komið á þá staði á þeim tima ársins, en þó séð nokkuð í Vest- manneyjum, Bolungavík og Hnífsdal á sumrin, miklu meira en eg æskti að sjá. Svipað og þetta á sér stað á öllum þilskipum, sem salta aflann um borð; þar fer alt, nema bolur og lifur (og máske eitthvað af hverksigum, s. n. gjellum) í sjóinn aftur og á botnvörpungum stund- um ufsinn og — því miður — urmull af verðlausum smáflski. Erfitt er að vita nákvæmlega, hve miklu alt það nemur að þyngd og ómögulegt, hve miklu að verðmæti, sem í sjóinn fer aftur. Menn telja, að í 1 skpd. af þurrum saltfiski fari 800 pd. af flöttum, ósöltuðum, nýjum fiski, en 1200 pd. af óslægðum fiski upp úr sjónum. Af því sést, að fiskurinn léttist um V* af þunga sínum upp úr sjónum, þegar búið er að höfða hann, slægja og fletja, eða að haus, slóg (innýfli) og hryggur eru sam- tals V» af þyngd fisksins og hlutfallið mun vera líkt fyrir allar vorar helztu fiskategundir (þorsk, ýsu, löngu, ufsa o. s. frv.), en eðlilega breytilegt nokkuð eftir holdafari, fæðumagni í maga og þroska hrogna og svilja.1 2) Árin 1913—19 öfluðust hér, samkv. fiskiskýrslum 1919, 50—65 þús. smál. af ýmiskonar sjófiski, nema sild og hrognkelsum, á ári, og hefði þá alt raskið átt að vera samkv. því sem áður er sagt 17—22 þús. smálestir, og sé hrognkelsunum bætt við (síld og smáufsi verða ekki talin með hér), en þau hafa verið að jafnaði um 600 þús. að tölu árl., árin 1916—19, þá verður úrgangurinn úr þeim 300 smál., sem bæt- tist við, ef gert er ráð fyrir að hvert hrognkelsi gefi Vs kg. í úrgang, Af þessu er nú lifrin, mikið af gotunni, eitthvað af sundmaganum, og mikið af hausum hirt, ennfremur sumstaðar all- mikið af hinu til áburðar. En varla hygg eg, að það alt verði helmingur af allri upphæðinni. Eftir ættu þá að verða minst 9—12 þús. smál. á ári, sein fara í sjó- inn aftur, og virti maður hverja smál. á 20 kr. þá yrðu það 200 þús. kr. eða meira á ári.*) Bað verður þá samkvæmt þessu eigi svo litið fé, sem fer í sjóinn aftur hjá okkur (nóg til að halda út fyrir 1—2 varðskipum á ári) og hið eina gagn, sem 1) Á öðrum stað hér í blaðinu verður sýnt nokkuð nánara, hvernig þetta er, þegar um þorsk og ýsu er að ræða. 2) Ef einhver gæti reiknað þetta nákvæmar og metið rétt til peninga, þá þætti mér vænt um að sjá útkomuna. Þetta er sagt nokkuð út i bláinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.