Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 9
ÆGIR 187 un námskeiðsins hina einföldustu véla- teikningu, svo nemendur gætu gert nauð- synlegustu smíðateikningar af hinum ein- faldari vélapörtum, sem mest ganga af sér, en þar sem námskeiðstíminn var svo stuttur, þorði eg ekki að eyða eins löngum tima til þessarar kenslu og æski- legt hefði verið, þar eð vélateikning er eitthvert hið besta meðal til þess að þroska vélaskilning nemenda og »tek- niskan Sans« þeirra. Annars ber meðfylgjandi listi yfir prófspurningar nokkuð með sér hvað kent heflr verið og hvers var ætlast til að nemendur hefðu lært. Virðingarfylst. Jón Espólín. Nemendur og prófeinkunnir þeirra við mótornámskeið Fiskiféiags íslands, hald- ið á Ísaíirði 9, okt. til 18. nóv. 1928. Arinbjörn A. Clausen, ísafirði ... 11 slig Ari Holmbergsson, Isafirði....... 9 — Bjarni Ásgeirsson. ísafirði...... 14 — Bjarni J. Guðmundss., Lónseyri .. 12 — Egill Valdem. Egilss., ísafirði ... 10 — Eirikur Finnbogason, ísafirði ... 18 — Guðf. Sigmundss., Sútarabúðum.. 16 — Guðmundur Gislason, ísafirði ... 11 — Guðmundur Iír. Sigurðss., Isf. ... 11 — Hermann Erlindsson, ísafirði. ... 9 — Höskuldur Ágústsson,i) ísafirði. Ingvar Einarsson, ísafirði .......16 — Ingvar Guðjónsson, Höfðaströnd 19 — Ingvar Hannesson, ísafirði....... 9 — Iíarl Leifur Guðmundss., Aðalv.. 9 — Kristján Sigurgeirsson, Isafirði ... 12 — Ragnar Jóhannss, Garðst., N. I. . 15 — Rögnvaldur Jónsson, Isafirði ... 14 — ólafur Þorbergsson1 2), ísafirði. 1) Tók ekki pátt í verklega náminu og gekk ekki undir próf. 2) Tók ekki pátt í verklega náminu og gekk ekki undir próf. Sveinbjörn Jónsson, ísafirði.....15 stig Valdemar Ásgeirsson, ísafirði ... 15 — Þórarinn J. Sölvason, Bildudal .. 17 — Lægsta aðaleinkunn til þess að geta fengið prófskírteini var 9 stig, en sú hæsta einkunn, sem hægt hefði vcrið að ná var 21 stig. Af þeim sem gengu undir próf voru allir búnir að ná fullum aldri eða meira en 18 ára. Prófið var haldið í þrennu lagi, nefnil. fyrst verldegt í því að setja vél í gang og hirða hana í gangi, ásamt munnleg- um svörum við því hver efni og áhöld þurfa að vera til í vélarúminu eða á skipinu, þegar lagt er úr höfn. — Annað verklegt: að finna galla og truflanir sem gerðar voru á vélunum og var hverjum nemanda ætlaðar til þessa 45 mínútur. Hvorutveggja verklegu prófin fóru fram ýmist við 4 hesta »Alpha« eða 10 hesta »Gideonvél« eftir hlutkesti. Þriðji hluti prófsins voru munnleg svör nemenda við þeim spurningum sem taldar eru upp á meðfylgjandi lista og sem nemendur fengu eftir hlutkesti, jafnóðum og þeir komu að prófborðinu. — Við þenna hluta prófsins voru allir nemendur viðstaddir og auk þess nokkrir áheyrendur. Hver prófspurning kom auðvitað aðeins einu sinni fyrir, p. t. ísafirði, 20. nóv. 1923. Jón S. Esphðlin. Prófspuruingar við munnlega prófið. 1. Batterikveiking með lágspentum og háspentuin straum. 2. Magnetkveiking, — lágspent fyrir einn cylinder og háspent fyrir fjóra. 3. Einkenni benzínmótora og lýsing á »Karburator«. 4. Gangráðsöxull og ventilstilling fjór- gengismótora. — Fjórgengistyrir- komulagið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.