Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 18
196 ÆGIR Mansöngur fyrir formannavísum um íormenn á Akra- nesi, orktar af Einari frá Insta-Vogi, kringum 1870. Fyr á vori veraldar vopna sporin háði öld með þorið íþróttar út á Noregs láði. Þar nam gista þels um beð þægur listasiður; brynjur rista bæsing með bragna kvistu niður. Veittist skeina löngum Ijól lista-hreinu -seggjum; brynjur veina máttu mót mistilteina eggjum. Nær sem álma-eyðir jók yndis-tálman þegna, blóðug skálmin belja tók branda-sálminn megna. Skeyltu næði skjaldan þvi, sköglar-fræði unnu; höldar klæðum Hildar í hvergi hræðast kunnu. En nær branda-þruman þrá þreytti randa-bjóða firtir vanda fluttusl á fósturlandið góða. Óx svo pestin ófriðar ill með lesti stóru, hingað flestu hetjurnar Ereysti-mestar fóru. Víðir brands’ að verzlun þá vafðir andar snilli svölum banda sínum á sigldu landa milli. Vafurs- góðu -viggin hlóð vörum þjóðin spaka; gnoðin blóð — svo Ýmis óð alt að lóðu klaka. Svo var orð á lýðinn lagt leik- við -korða vísa, að engin þorði Mildings magt mæta ’á storði ísa, Nú má segja’ að önnur öld aðrar þreyi tíðir; brynju þegi skálm né skjöld skatnar eygja fríðir. En ullar randa eins og fyr engum vanda kvíða, þegar brandar bifroknir bylgju-granda sníða. Heppinn mætur hugaður hreppsins -gætir -lýða. um Hefrings strætið Hallgrímur »Hegrann« lætur skríða. Því miður, kann eg ekki íleiri af þess- um formannavísum, en mér finst, að mansöngur þessi sé svo vel kveðinn, að hann mætti ekki týnast úr alþýðukveð- skapnum islenzka. í. H. Gleðilegt nýjár! Þökk fyrir gamla árið! Fóstur- þýða -foldin bar ---------------------------------- fögur lýða hylli Ritstjóri Sveinbjörn Egilson. skógi fríðum vaxin var------------------------------------------------ vers og hlíða milli. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.