Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1926, Qupperneq 8

Ægir - 01.04.1926, Qupperneq 8
 52 un septembermán.; sum þó haldið úti aðeins yfir vorvertíðina. — Stærð skip- anna má og eigi fyllilega marka af lesla- tölunni í skýrslunni; þar aðeins tekin neltó smálestatalan. Eins og tekið er fram, nær skýrslan aðeins til skipa Is- firðinga, en til þeirra eru talin 1 skip úr Önundarfirði, 2 úr Dýrafirði. 2 sem bændur í Djúpinu áttu og hin frá Isafirði. III. Að skýrslur þessar eru til slendur í sambandi við stofnun sjómannaskóla á lsafirði, sem hafinn var með samlökum eftirgreindra manna á Kollabúðarfundi 1850 (sem allir voru þilskipaeigendur): Á. Ásgeirsson, Ó. Sívertsen, L, M. S. Johnsen, Br. Benediktsen, Á. Einarsson, E. Ivuld, S. Johnsen, Kr. Ebenezersson, M. Einarsson, E. Jónsson. Síðar gengu þessir ísfirðingar í félagið: G. Brynjólfsson, Jón Gíslason, Oddur Gíslason, G. Þorvaldsson, A. Guðmunds- son, T. Halldórsson, E. ólsen, Ö. Magn- ússon og Kr. Guðmundsson. Tildrög til þessarar skóla stofnunar voru þau, að nokkrir ísfirðingar báru munnlega upp á Kollabúðarfundi, að nauðsyn væri á nokkrum islenskum mönnum sem kynnu sjómannafræði. Kom fundarmönnum saman um að velja nefnd manna til þess að íhuga þetta mál. Vildi nefndin að stofnaður væri sjómannaskóli hér á landi, en áleit ekki til.tækilegt að semja um það bænaskrá og bíða svo Alþingis, því sá dráttur yrði altof langur. Stakk þess vegna nefndin uppá því, að farið væri á flot við þil- skipaeigendur i þessum landsfjórðungi, að skjóta fé saman með því móti, að þegar i sumar (1850) legði hvor þeirra til 8 sk. af verði hv. hákarlslifrartunnu þar til fengnar væru 50 tn. með skipi, þá 12 sk. til þess fengnar væru 100 tn. og þaðan af 16 sk., en hálfu minna af hverju fiskhundraði. Vil ég leyfa mér að taka upp greinar- gerð nefndarinnar, þvi hún sýnir hvað langt nefndarmenn voru á undan sínum tima: »Aö vér ekki höfam fært neinar ástæöur fyrir pví áliti voru, aö slík stofnan væri nauðsjmleg, kemur til af því, að oss fanst sem þær hlytu aö liggja í augum uppi fyrir hverjum þeim, sem jafn vel lauslega rendi huga aö málefninu, þar sem svinnir og ósvinnir hafa um langan aldur kveinaö undan illri verslun liér á landi. Paö er allilt fyrir hverja þjóö sem er,að veróa aö fá frá öðrum þjóðum flest allar nauðsynjar sínar og það hvað lakast fj'rir oss, sem erum ii slíkum fjarska; en það bætir þó miklu á, að' geta ekki sjálfir sótt nauðsynjarnar þangað, sem þær eru að fá og flutt þangað aftur það, sem þar er sótt eftir og maður liefur aflögu, lieldur verða að eiga það undir náð annara, hvort og hvenær þeim þóknast að koma með þær. Þar af leiðir, að bæði koma nauðsynjarn- ar oft í ótíma, enda verði miklu dýrari, ef þær þá koma. Pá verður það og æ verra og verra fyrir oss að búa undir sliku, fyrst mönnum ber saman um, að þarfirnar fjölgi eftir því sem mentun hverrar þjóðar eykst, en því meir sem þarfirnar fjölga, þess fleira þarf þeirra hluta, er úr þeim bæta. Pað virðist líka minkun eigi smá, að geta varla farið til fiskjar, né leiðar sinnar yfir höfuð á sjó nema með hálfum huga, þar sem þó að öllu öðru Ieyti er svo ástatt að menn færu öldungis óhikað, ef ekki brysti kunnáltu þá, sem til þess útheimtist og nú er algeng o'ðin hjá öllum siðuðum þjóðum. Alt þetta og ótal annað, sem of langt yrði að telja, gefur oss góða von um að viðleitni vor verði ekki að engu höfð, heldur verði henni gefinn sá gaumur, sem á sínum tíma bæri ávöxt, gagn og sóma þjóðar vorrar«. Það ver eítirtektarverður sá stórhugur í ávarpinu, að vilja láta lærdóm sjó- manna beinast jafnt að því, að þeir verði færir um vöruflutninga til landsins sem að stunda fiskiveiðar heima fyrir.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.