Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1926, Side 24

Ægir - 01.04.1926, Side 24
Æ G I R li8 Skýrsla um íiskmarkaðinn á Spáni í marsmánuði 1936. Barcelona, 7. apríl 1926. Ég leyfi mér hérmeö að staðfesta sím- skeyti þau, er ég hef sent Stjórnarráðinu í síðastliðnum mánuði, samkv. meðfylgjandi afiiti. Barcelona. — Bess er getið í síðustu skýrslu minni, að þá um mánaðamólin febrúar—marz, hafi fiskbirgðirnar veiið á að giska 2000 smál. Þá, rétt eftir mánaða- mótin komu hingað ca. 400 smál., og er það eina viðbótin, sem hingað hefir komið í þessum síðastliðna mánuði. Nú um mánaðamólin marz — apríi, er giskað á, að fiskbirgðir liér í borginni muni vera nálægt 1200 smál. Það mun þó vera vafa- samt, að neyslan hafi verið svo mikil, sem þetta virðist benda til, enda þó hún haíi verið með betra móti nú upp á sið- kaslið. Hilt mun veia nær sanni, að nokkur hluti að minsta kosli af þessum ca. 1200 smái. hafi verið sendur upp um sveitirnar í uinboðssölu, eins og átt mun hafa sér stað undanfarna mánuði, og er óvíst og erfitt mjög að giska á, hversu mikið af þeim fiski, sem þannig hefir verið ráðstafað, muni vera selt, eða hversu mikið muni vera eftir óselt þar uppi um bygðirnar. Fiskneyslan hefir þó verið talsvert mikil undanfarinn mánuð, meðan föstutiminn hefir staðið yfir, og má segja, að salan haíi gengið öllum vonum betur. Nokkuð mun það þó líka vera því að þakka, að veður hafa verið heldur ósliit á stiöndinni alimarga daga mánaðarins, svo að hamlað hefir veiði á sardínum og öðrum nýjum fiski, sem annars myndi hafa komið i stað saltfisksins. Verðið hefir enn farið lækkandi á þess- um síðastliðna mánuði, og mun nú hæsta verð í heildsölu vera 85 pes. pr. 40 kg., fyrir bestu tegundir. En ahnent veið er þó talsvert fyiir neðan þelta, að ininsta kosti ef nokkuð er keypt til muna í einu. Kringum miðjan mánuðinn varhámarks- verð í smásölu á saltfiski sett niður um h. u. b. 10°/o, og er nú sem hér segir: Þur saltfiskur í heilu Iagi: 2 45 pes. pr. kg. » » sporður 2.25 » » » » » miðlengja 2 50 » » » Bleyltur » sporður 1.75 » » » » » miðlengja 2.00 » » » Þrált fyrir allgóða sölu í mánuðinum, eins og fyr er skýrt frá, verður ekki sagt, að ástandið á markaðnum hafi breyst til batnaðar að nokkrum mun, og horfurnar um hina nánustu framtíð eru fjarri því að vera glæsilegar. Þeir 2—3 mánuðir, sem nú fara í hönd, eru eins og áður hefir verið skýrt frá, einhver versti tími ársins að því er fisksölu snertir, cg má gera ráð fyiir, að nú strax eftir mánaðamótin muni mjög fara að draga úr neyslunni. Auk þeirra ca. 1200 smál., sem talið er, að hér muni liggja nú um síðastl. mánaðamót, er búist við að hingað muni enn eiga eftir að koma að minsta kosti ca. 2400 smál. af gömlum fiski. Með því móti verða það alls ca. 3600 smál. af gömlum fiski, sem hér verður á markaðnum, og helst þyrfti að vera selt og uppetið áður en Dýja kaup- tíðin byrjar. Þetta er meira en þriðjungur af því, sem í meðaláii flytst hingað á markaðinn (meðalinnflutningur er kringum 10 þús. smál.), og þar sem ekki eru nú meira en 2 — 3 mánuðir eftir þangað til nj’ja kauptíðin byrjar, og það einmitt þeir inánuðirnir, sem neyslan er með minsta móti, þá virðist það vera fyrirsjáaDlegt, eins og vikið er að í síðustu skýrslu minni, að talsverðar firningar hljóti að verða hér

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.