Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1926, Page 26

Ægir - 01.04.1926, Page 26
70 ÆGIR mánaðamótin mars — apríl hæsta verð talið 95 pes., en í rauninni mun gangverð vera miklu lægra, og algengar tegundir alment seldar likl. ekki mikið yfir 85 — 90. Ress er getið í síðustu skýrslu minni, að þær birgðir, sem þá voru fyrir í Bilbao, að viðbættum þeim fiski, sem eltir væri á íslandi og þangað ætti að fara, gæti ekki talist ýkja miklar, og að jafnvel virtist, að svo gæti farið, að þetta reyndist ónógt til að endast fram á nýju kauptíðina, ef ekki drægi þeim mun meira úr sölunni. Rað er að vísu enn- of snemt til þess að bægt sé að hafa greinilegt yfirlit yfir ástandið, eða gera sér glögga grein fyrir því, bvers vænta má í þessu efni. En eftir þeim fregnum að dæma, sem nú berast frá Bilbao, er eflir- spurn eftir fiski sáralítil þar á markaðnum, og sú sala, sem þar fer fiam, mun frekar vera þannig til komin, að seljendurnir sæki á, en aftur séu kaupendur tregir. Retta hefir eðlilega þær verkanir, að verðið fer fallandi, en það hefir aftur þau áhrif, að smásalarnir kaupa aðeins lílið í einu og aðeins það, sem þeir þurfa á að halda frá degi lil dags, og það virðist því svo, sem verðfallið þar verði frekar til að draga úr en auka söluna. Það er yfir höfuð svo að sjá, að eitthvert »nervösitet« hafi náð tökum á markaðnum þar, og horfurnar virðast vera frekar versnandi en hitt. Valencia. — Fiegnir, s°m þaðan berast, herma það, að birgðirnar af »egta« Labra- dorfiski séu lil talsvert miklar, en salan frekar dauf og verð mjög lágt. Að því er sagt er, mun þó ekki vera von á miklum fiski frá Labrador til viðbótar, enda hiýtur nú að vera farið að ganga mikið á birgð- irnar þar vestra. Af íslenskum fiski er lítið til þar, og heíir verðinu á honum verið haldið tals- vert miklu hærra en á »egta« Labrador, jafnvel alt að 80 pes. pr. 50 kg. að því er sagt er, á móts við alt niður í 60 pes. fyrir »egla« Labradorfisk. Er þess að gæta, að ísl. fiskurinn mun allur vera keyptur í fastasölu, en hinn fiskurinn allur í umboðs- sölu. En vegna þessa mikla verðmunar selst ísl. fiskurinn vitanlega tregar. En það er hvorllveggja, að bráðum hlýtur að fara að minka um »egta« Labrador þar á mark- aðnum, ef það reynist rélt, að ekki muni koma mikið til viðbótar, og eins hilt, að ísl. fiskurinn heldur sér betur og geymist betur í hitanum en hinn, og mætti því búast við, að úr þessu færi eitthvað að örfast salan á ísl. fiskinum, hvað sem verða kann um verð. G. Egilson. Sjóferðareglur. Um alm. sjóforðareglnr og próf.í þeim. Við stýrimannaskólann fellur só, sem fær minna en einkunnina 3 i kenslugrein, sem ein einkunn er gefin fyrir. I Dan- mörku mun enn siður að ganga upp í móðurmálinu fyrst allra námsgreina við próf, og fái nemandi ekki sæmilega einkunn þar, þá er ekki haldið lengra áfram með hann og hann verður að hætta. Almennar sjóferðareglur er afar áríðandi hverjum yfirmanni á skipi að kunna til hlýtar og vera þar hárviss. Hvernig þær alment eru kendar við smáskipapróf út um )and, skal hjer ekki um dæmt, en ýmislegt, sem komið hefir fyrir á siglingu mólorbáta,. bendir á, að yfirmenn sumir noti þær ekki eins og ber eða kunni þær ekki, og hættulegt getur verið að mœta þeim mönnum á sjó. Þar eð svo mörgu hefir verið breytt við siglingaprófin almennu væri mjög

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.