Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1926, Qupperneq 7

Ægir - 01.06.1926, Qupperneq 7
ÆGIR 99 skólatíð sína hjá Jóni rektor Þorkelssyni, en kona rektors, frú Sigríður, var föður- systir Jóns. Að loknu latínuskólanámi fór Jón á háskólann i Kaupmannahöfn og las þar lög í 3 ár, en hvarf þá heim aftur og varð haustið 1884 skrifari hjá Júlíusi Havsteen amtmanni á Akureyri. Þar mun hann hafa verið 5 ár. En haustið 1889 fór hann aftur á háskólann og lauk þar þá laganámi á skömmum tíma, útskrifaðist 29. maí 1891 með hárri einkunn. Litlu síð- ar, 3. júlí s. á., var hann skipaður sýslu- maður i Vestmannaeyjum og þjónaði því embætti í ö ár, en var 3. febrúar 1896 skip- aður ritari við landshöfðingjadæmið, eftir Hannes Hafstein, sem þá varð sýslumaður í ísafjarðarsýslu, og gegndi Jón því em- bætti þangað til stjórnarfarsbreytingin komst hér á í ársbyrjun 1904. Sumarið 1902 kom Jón Magnússon fyrst á þing og var þar þá fulltrúi Vestmanna- eyja. Þetta var á þeim árum, er deilurnar stóðu milli Heimastjórnarflokksins og Framsóknarflokksins eldra, eða Valtýs- flokksins, um stjórnarfarsbreytingu þá, sem í vændum var, og 1902 gaf Alberti, sem þá var íslandsráðherra, Aljiingi frjálst val milli frumvarpa heggja flokkanna. Dr. Valtýr Guðmundsson hafði á undanförn- um árum verið jiingmaður Vestmannaeyja, og var það mál manna, að enginn gæti ráð- ið jiar niðurlögum hans annar en Jón Magnússon, með því að Þorsteinn heitinn Jónsson læknir, sem þá var forvígismaður Eyjamanna í flestum málum, studdi af al- efli kosningu dr. Valtýs. Það fór Iíka svo, að Eyjamenn kusu Jón, og naut hann þar vinsældanna frá sýslumannsárum sínum. Fjellu við kosningarnar 1902 foringjar heggja flokkanna, Hannes Hafstein í Isa- fjarðarsýslu fyrir Skúla Thoroddsen og dr. Valtýr í Vestmannaeyjum fyrir Jóni Magn- ússyni. Hafði Jón fram til þessa látið stjórnmáladeilurnar afskiftalausar, enda líka haft annamiklu embætti að gegn þau árin, sem þær höfðu staðið yfir. Og á Al- þingi 1902 féllu deilurnar niður, með því að alt jiingið félst þá á frumvarp það, sem Hannes Hafstein og Heimastjórnarflokk- urinn fylgdu fram, en þar í var ákvæðið um heimflutning æðstu stjórnar landsins frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Komst stjórnarfarsbreytingin á samkvæmt þvi, og féll þá embætti Jóns Magnússonar niður með landshöfðingjaembættinu. Segja kunnugir, að hann hafi jiá helst kosið að fá sýslumanns- og bæjarfógeta-embættið á Akureyri eftir Klemens Jónsson, sem hlaut hið nýstofnaða landritaraembætti, en horf- ið frá því fyrir mjög svo eindregin tilmæli Hannesar Hafstein, sem vildi fyrir engan mun missa hann úr stjórnarráðinu, og varð Jón þá skrifstofustjóri í kirkju- og kenslumáladeild þess, og gegndi því em- hætti í fyrri' ráðherratíð H. Hafsteins, frain til 1909. A þeim árum óx vegur Jóns Magnússon- ar mjör mikið á Aljiingi, og einskis manns ráð og tillögur mun H. Hafstein hafa meira metið en hans ráð og hans tillögur. í öll- um hinum meiri og vandasamari málum, sem Alþingi vann að á þeim árum, átti Jón Magnússon mikinn jiátt og góðan, og fór álit hans sívaxandi, bæði meðal samherja hans og andstæðinga i stjórnarmálum. Hann ávann sér með framkomu sinni allra traust, enda jiótt hann væri einbeittur flokksmaður. Hann var einn þeirra þing- manna, sem sæti áttu frá íslands hálfu i sambandslaganefndinni Veturinn 1907— 08, og eftir það var lausn sambandsmáls- deilunnar mesta áhugamál hans. í ársbyrjun 1909 varð Jón Magnússon bæjarfógeti í Reykjavík, og hefur hann tví- mælalaust verið einn af lærðustu lögfræð- ingum og bestu dómurum þessa lands á

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.