Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 10
102 ÆGIR meiri en ýmsir þeir, sein mikið berast á. Honum var ekki létt um mál. En samt var því svo varið, að í orðasennum á Al- þingi fór hann aldrei halloka fyrir nein- um. Starfsmaður var hann mikill og fljót- ur að skilja hvert mál, þótt hann færi sér oft hægt, er hann skyldi láta uppi álit sitt á því. öllum mönnum ,sem með honum unnu, var vel til hans, og yfirleitt var hann vinsæll maður og mikilsvirtur af almenningi, bæði nær og fjær. • Hann kvæntist 12. maí 1892 Þóru Jóns- dóttur Péturssonar háyfirdómara, ágætri konu, og' hefir sambúð þeirra verið hin besta. Börn eignuðust þa u engin, en kjör- dóttir þeirra var Þóra Guðmundsdóttir læknis í Stykkishóhni, systurdóttir frú Þórú. Hún var gift Oddi Hermannssyni skrifstofustjóra, en andaðist í inflúensu- veikinni haustið 1918. Jón Magnússon var um eitt skeið vel efnaður maður. En forsætisráðherraem- bættið mun hafa reynst honum útgjalda- frekt. Hann var höfðingi í lund og ör á fé, og sást ekki lyrir þótt hann legði fram fé frá sjálfum sér i þarfir embættis síns og stöðu sinnar. ,1. M. hafði hlotið mörg heiðursmerki og voru þau jjessi: stórkross Fálkaorð- unnar, stórkross Dannebrogsorðunnar og heiðursteikn Dannebrogsmanna, stórkross hinnar finsku hvítu rósarorðu, komman- dörkross heiðurslegionarinnar frönsku, stórkross Ólafs helga og stórkross hinnar pólsku orðu Polonia Restituta. Jóns Magnússonar hefir verið mjög vel og vingjarnlega minst í mörguni helstu bb'iðum Dana. (Með leyfi „Lögrjettu"). Skýrsla um fiskmarkaðinn á Spáni í maí-mánuði 1926. Barcelona 3. júni 192G. Barcelona: Fiskbirgðirnar hér í borginni voru um mánaðarmótin apríl-maí á að giska kringum 1300 smál. Innflutningur hingað í maímánuði nam um 1200 smál., þar af komu um 50 smál. frá Englandi, en um 60 smál. frá Bilbao. Nú um mánaða- mótin maí-júní, er áætlað að hér liggi ná- lægt 1200 smál. og er mestalt af því ýmist húsþurkaður fiskur eða fiskur af lakari teg- undum. Salan, eða afsetningin, hefir því verið kringum 1300 smál. En það er enn sem fyr, að talsvert af þessum fiski hef- ir verið sent upp um sveitirnar, og er örð- ugt að segja hve mikið af þeim fiski hefir verið raunverulega selt, eða hversu mikið kann að liggja þar óselt. Verðið hefir farið talsvert lækkandi síð- ari hluta mánaðarins. Síðast í apríl og fyrri hluta maí mátti enn fá alt að því 85 pes. fyrir bestu tegundir af sólþurkuðum l'iski. En þegar kom fram yfir miðjan mán- uðinn fór að verða örðugt að halda í þetta verð og bar margt til: samkepni við Bilbao um markaðinn inni í landinu, húsþurkaði fiskurinn, fréttir sem farnar voru að ber- ast um tilboð á nýjum fiski o. s. frv. Upp frá þessu fór verðið að smálækka, og mun nú um mánaðamótin lítið sem ekkert selj- ast yfir 80 pes., en vitanlega mest alt það- an af lægra. Annars hefir salan hér í borginni i þess- um síðastliðna mánuði verið furðanlega greið, og betri en búast mátti við eftir árs- tíðinni. Hefir þar valdið talsverðu um, að vorið hefir komið óvenjuseint, hitar ekki byrjaðir að nokkru ráði og óstöðugt veður á ströndinni. Sardíuyeiðin hefir verið með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.