Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1926, Qupperneq 13

Ægir - 01.06.1926, Qupperneq 13
ÆGIR 105 sem svarar 79 pes. heilds.luverði. Þrátt fyrir þetta lága verð, hefir þó enn verið lít- ið keypt af norskum fiski, og er útlit fyr- ir, að lítið sem ekkert verði af fiski á Bil- bao-markaðnum í lok þessa mánaðar, en uj)p úr því má gera ráð fyrir, að talsvert af norskum fiski fari að berast þangað. Það gefur að skilja, að meðan verðið á norska fiskinum er eins Iágt og þetta, inun vera nokkurn veginn vonlaust um að fá hærra verð svo nokkru nemi fyrir ísl. fisk- inn, því jafnvel þó svo sé nú komið, að hann sé að öðru jöfnu tekinn fram yfir þann norska, þá er hætt við að verðmun- urinn megi ekki vera mikill til þess að menn hverfi aftur að norska fiskinum, sem fyrir fáum árum var þar svo að segja ein- ráður. Það virðist því ekki vera annað ráð vænna, fvrst um sinn, en að fylgja nokk- urn veginn norska verðlaginu, og sjá svo til hvort ekki raknar úr, þegar kemur fram á haustið, því þá fer norski fiskurinn að verða lítt seljanlegur þar. Valencia: Birgðir munu vera þar mjög litlar nú orðið af ekta Labrador; líklega ekki vfir 100 smál. Af isl. Labrador Stjde er aftur á móti giskað á að þar muni vera kringum 500 smál., en salan er sögð treg þar um þessar mundir. Verðið á isl. fisk- inum er sagt að hafi verið til skamms tíma 72—74 pes., en von er á nýrri send- ingu þaðan næstu dagana, og er sagt að móttakandinn að þeirri sendingu láti í veðri vaka, að verðið muni þá verða sett mjög mikið niður, jafnvel alt niður i 65 pes. G. Egilson. Sveitungatorrek. I „Oft hafið er hýrt, en við svipviðri svalt það svellur með lielþrungnum bárum; það gefur, — en tekur svo grátlega margt, það gefur, en líka það hrífur óspart og veldur svo volegum sárum. Vjer hörmum þá rekka, sem Rán hafa gist, þar beiskt grætur móðir, sem bur hefir en ríkust er sorgin þar heima, misst, og brúðurin, sem fyrir skemmstu’ hafði kysst þann ástvin, sem aldrei má gleyma“. Svo kvað Steingrímur Thorsteinsson eft- ir hið hörmulega mannskaðatjón á Patreks- fjarðarhöfn 5. sept. 1904, er 13 menn sukku þar í sæ í einum svip. Mörgum Patreks- firðingi er enn minnisstæð sú stund, er „Bergþóra" sigldi út af höfninni með fána á miðri stöng. Vertiðarlokin höfðu þá orð- ið þau, að skipið færði Seltirningum 12 lík í lestinni, að likindum mesta „sorgar- farm“, sem fluttur hefur verið hafna á milli á íslandi. Sagan endurtekur sig si og æ. Sorgarat- hurðirnir eru tíðir á landi voru, og kemur í ýmsum stöðum niður. Ætlun mín er eigi sú að rekja hjer margar harmsögur. Það yrði of langt mál. Þá er jeg skrifa þetta — lokadaginn, 11. maí — minnist jeg ýmissa inanntjóna frá fyrri timum, en hugfastast er mjer nú, hvilíkt afhroð eitl hjerað hefur goldið á síðustu tveim vetrarvertiðunum, það hjerað, sem var forðum vettvangur manntjónsins, er áður var á vikið. í voðaveðrinu, sem skall á 7. febr. f. á„ fórust með allri skipshöfn togararnir: Fieldmarschal Robertson úr Hafnarfirði og Leifur heppni úr Reykjavík. Á þeim voru alls 67 manns, 61 íslendingar og 6 Englend- ingar, en af báðum skipshöfnunum voru 11

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.