Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1926, Page 23

Ægir - 01.06.1926, Page 23
ÆGIR 115 neytið afskifti af björgunarmálastarfsem- inni, 1896 voru þau flutt í Landbúnaðar- ráðuneytið og 10 árum síðan eða árið 1906 voru þau flutt aftur í flotamálaráðuneyt- ið og hefur það haft mest afskifti af þeiin síðan. Claudi var sæmdur kammerráðsnafnbót fyrir hið óeigingjarna starf hans í björgun- armálunum og er hann alþektur undir nafninu „Kammerráð Claudi“, ekki aðeins í Danmörku, heldur víða annarsstaðar, og var ég var við það bæði i Noregi og Sví- þjóð, að menn þar töluðu um hann með mikilli virðingu og þakklátsemi fyrir starf lians í þarfir björgunarmálanna. Björgunarmálin hafa verið í stöðugri framför í Danmörku síðan 1852, að stjórn- in tók þau í sínar hendur, og sést það best á því, að nú í vor (1926) voru þar í landi til 75 bj'örgunarstöðvar. Af þeim voru 32 stöðvar útbúnar með róðrar-björgunarbát- um og flugelda-útbúnaði, 18 með róðrar- björgunarbátum, 13 eingöngu með flugelda- útbúnaði, 6 með mótor-björgunarbátum, 3 ineð mótor-björgunarbátum og flugelda- útbúnaði og 3 með mótor-björgunarbátum, róðrar-björgunarbátum og flugelda-útbún- aði. Frá því stjórnin tók björgunarmálin i sínar hendur árið 1852 og til ársloka 1922, hafði 10292 manneskjum verið bjargað á björgunarstöðvunum, auk þess hafði 30 manns verið bjargað á árunum 1850—51, meðan verið var að koma björgunarmál- unum í fast skipulag, eða samtals 10322 manneskjum. Árleg útgjöld við björgunarstarfsemina á árunum 1926-27 er áætluð kr. 865,476.00 og sést af því að Danir skera ekki við negl- ur sér fjárveitingar til þessarar starfsemi, enda er árangurinn injög góður eins og sést af því, hvað mörgum mannslífum hefur verið bjargað. Hinn 30. sept. 1925 var skipuð 12 manna nefnd til þess að endurskoða björgunar- málafyrirkomulagið alt í Danmörku, og var Commandör A. G. Topsöe Jensen formað- ur nefndarinnar. í nefndina var síðar bætt tveim mönnum, ritara og einum manni til. Þessi nefnd lauk störfum sínum 18. maí 1926 og var nefndarálitið, sem er mjög ná- kvæmt og vel úr garði gert nýlega prent- að þegar ég var á ferð þar nú í vor, og er nokkuð af því, sem hér er minst á viðvíkj- andi dönsku björgunarmálunum tekið það- an. Ég hefi hér að framan með fáum orðum, lýst helstu aðaldráttunum í fyrir- komulagi björgunarmálanna í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku. Þó þetta hafi verið stutt og ófullkomin lýsing, má samt af henni sjá, að sinn siður er í landi hverju á þessu sviði sem öðrum. Norðmennirnir nota ein- göngu seglskútur fyrir björgunarbáta og þeirra aðal starf er að vera stöðugt á verði meðfram ströndinni til leiðbeiningar og að- stoðar bátum og skipum, sem eru hjálpar þurfi á einn eða annan hátt, einkanlega í vondum veðrum. Aðal markmið þeirra er að koma í veg fyrir að slysin verði, en jafnframt þó að bjarga fólki eftir mætti þegar skipsströnd eða aðrar slysfarir bera að höndum. í Svíþjóð eru björgunartækin fjölbreytt- ari, þar sem notaðir eru bæði róðrar- og mótor-björgunarbátar auk þess, sem Svíar hafa stórar björgunarskútur, er hafa full- komin segla og vélaútbúnað, og sem stöð- ugt eru á siglingu úti fyrir vesturströnd- inni — Behuslen — til leiðbeiningar og að- stoðar skipum og bátum er þar ber að landi, likt og björgunarskúturnar norsku gera við Noregsstrendur. Þegar austar dreg- ur, er aðferðin líkari því sem gerist í Dan- mörku ,að því leyti að þar eru björgunar- bátarnir róðrar- og mótor-bátar, sem hafð- Frh. á bls. 118.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.