Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1926, Side 27

Ægir - 01.06.1926, Side 27
ÆGIR 119 Agóði aí' rekstri skipanna er þessi: Gullfoss .................. 193.000 kr. Goðafoss .................. 144.000 —• Lagarfoss ................. 107.000 — Auk þess hafa skipin greitt félaginu í af- greiðslulaun 56.000 kr. Tekjur af húseign- um eru 52.600 kr. Fyrir rekstur og af- greiðslu ríkisskipanna fær félagið 48.000 kr. Rikissjóðsstyrkur er 60.000 kr„ og ,aðr- ar tekjur“ 25.800 kr., sem mun aðallega vera arður af leiguskipum. Aðahitgjöld félagsins eru þessi: Rekstrarkostnaður ....... 156.500 kr. Skrifstofan í Khöfn...... 46.700 Vextir .................... 63.000 — Gengistap ................. 25.000 Ýmislegt .................. 10.000 — Tekjuafgangur ............ 432.000 í síðustu fjárhæðinni eru taldar 44.500 kr. „yfirfærðar" frá fyrra ári. Af þessum tekjuafgangi fara 365 þús. kr. til frádráttar á hókuðu eignarverði skipa og annara eigna, svo að ekki verða eftir neina 67 þús. kr. til ráðstafana á aðalfundi. Er því ekki að ræða um útbýting á ágóðahluta til hluthafa. Eignir umfram skuldir eru nú 144.000 kr„ en voru 122.700 kr. í fyrra. Auk þess er eft- irlaunasjóðurinn, sem nú er kominn upp í 277.500 kr. „Óðinn“, Óðinn, hið nýja strandvarnaskip, kom hingað laust fvrir kl. 10% að kveldi 23. júni 1926, og lagðist að austurbakkanum, en þar hafði safnast fjöldi fólks. — Fjármáluráð- herra Jón Þorláksson fór út i skipið, ásamt alþingismönnum og nokkurum gestum, og flutti hann ræðu af stjórnpalli skipsins, sagði stuttlega sögu strandvarnarmálsins og hauð velkominn skipstjórann, Jóhann P. Jónsson, ásamt skipshöfn og skipi. Áheyr- endur tóku undir ræðuna með fjórföldu húrrahrópi. Að þvi loknu skoðuðu gestir skipið og þágú góðgerð hjá skipstjóra, og þar héldu ])eir stuttar ræður Sigurður Eggerz og Jón Þorláksson. Hér l'er á eftir lýsing á skipinu: Skipið er að lengd 155'0", hreidd 27'6", dýpt 51'9", ristir með 215 smálesta þunga (145 smál. kola, 50 smál. veitivatns, 20 smál. neysluvatns, vistum og skipverjum) 13'4", alt talið i ensku máli. Hraði skipsins með þessum þunga á að vera 13% míla ensk. Skipið er áþekt stórum togara með einu þilfari og hvalhak fram á. Stafn skipsins er sérstaklega sterkur, lil þess að þola ís og fullnægja í því efni kröfu Germanischer Lloyd. Einnig á skipið að fullnægja kröfu danskra skipaskoðunarlaga. Frá kyndisstöð, nálega miðskipa, fram að skotfærarúmi, er tvöfaldur botn til vatns- gevmslu, sumpart til kjölfestu og sumpart til veitivatns á ketilinn. Þilfar alt er úr stál- plötum, en klætt með 2%" þykkum plönk- um úr rauðfuru. Rátaþilfar nær yfir allan afturhluta skipsins. Vélin er þriþensluvél, 1100 hestafla, og katlar 2. Er eimþrýstingur 14 kg. á cnr'. Vél- in er úthúin með Schmits yfirhitun, og á að vera mjög sparneytin, nota aðeins 0,6 kg. á hestaflsstund, en það samsvarar 14,4 smáh á sólarhring með fylstu ferð. Gert er ráð fyr- ir að skipið noti að meðaltali um 7 smál. enskra kola á sólarhring. Skipið er vopnað með tveimur 47 mín. fallbyssum; er önnur á hvalbaknum, en hin á bátaþilfari. — 2 björgunarbátar fylgja skipinu, og er annar þeirra með vé;l sömu- leiðis fylgja vikabátar vel búnir. Skipið er vel búið ýmiskonar hjálparvél- um, og til alls vandað. Það er smiðað hjá Köbenhavns Flydedok & Skibsværft. Skipið virðist hið vandaðasta, en um fyr- irkomulag á þilfari eru ýmsir dómar og

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.