Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1926, Page 22

Ægir - 01.09.1926, Page 22
186 ÆGIR tjörn liggur í sömu átt, er stutt, þröngt og slæmt í brimum, en beint. Útsker er fyrir innan nyröri énda bergs- ins og' skammt frá landi, sést á það með hálfföllnum sjó; það heitir Eyrarsker. Önn- ur útsker eru ekki með Reykjanesi Hafna- megin. En Eldey er klettur stór í hafinu í vestur frá Reykjanesi um 3 vikur sjávar; það er mestpartinn hengiberg með fáum hillum; að austan má lenda við klöpp í lá- deyðu, og er þvert niður með henni 9 faðma djúp. Skerjahryggur með 2 ósuin inn í ligg- ur hálfhring til útnorðurs og vesturs frá nefndri klöpp; tvö sker eru í boga þessum, hann kemur upp með hálfföllum sjó. lvlöpp- in er um 3 eða 4 ljábrýnur að stærð eða 80 ferskeytta faðma. Klettur þessi, það til lands veit, mun vera að ágizkan vel svo 100 faðma langur, um 40 að norðan, en á sjó- síðuna (nefnil. vestan) 80—90 faðina og suðurhornið 15—20 faðmar, hæðin eptir á- gizkun 90—100 faðma mest, móberg með blágrýti neðst, öllum mönnum ógengt. Slý cr mikið á klöppinni og því hættulegt upp að komast, sem er um 2 faðma hæð um fjöru, og er þá skárst að lenda. Súgur er þar mikill og iðukast. Fugl er mikill á nefndri klöpp og á einni hillu stórri upp- undan, sem ekki verður upp á komizt, súla mest uppá eynni. Maður, sem þangað hef- ur farið nokkur vor, segist hafa náð þar mest 10 í lilut af svartfugli, 2 og 3 súlu, — 24 geirfuglum alls á skip langmest, en opt- ast 5 til 8, en seinustu 2 vorin hafi hann ekki sést — og 100 í hlut af eggjum. Lítið er þar af sel, en afarstyggur. Skammt frá Eldey er klettur í útsuður, kallaður Egja- drangi‘), sem hvergi verður upp á komizt, enda er hann gæðalaus. Geirfuglasker er í vestur í hafinu undan Eldey. Þangað var ferðazt í fyrri tíð til geirfugladráps; en eng- ir eru nú uppi, hjá hverjum menn geti fengið vissar sögur um arðsemi þess eða lögun, lending eða afstöðu. Fyrir nokkrum árum var gerð þangað ferð á þiljuskipi og varð til einskis að kalla. Sagt er, að menn hafi gert þangað ferðir fyrir og eptir slátt á sumri, sem þá lukkaðist, hafi mannshlut- ur orðið fullt svo mikill sem fullkomins manns sumarkaup úr Norðurlandi. Skrif- að finnst, að skip hafi farizt þar;). í suður l'rá skerinu er klettur, sem kallast Sker- drangi, en í vestur frá því eða til útnorð- urs hefur brunnið í hafinu fyrir fáum ár- uin. í mæli er, að 12 vikur sjávar séu úr Höfnum í skerið, en 0 til Eldeyjar. í Höfnum er rigninga- og snjóasamt frá austurs— landssuðurs og sunnanáttum og stormasamast, líka bitur kuldi; norðan- veður eru vægari að tiltölu, útnyrðingar hættusamastir sjófarendum, útsynningar ganga miklir um jólaaðventu og á útmán- uðum, skruggur stundum, en ekki orðið skaði af, hrævareldar og ýmsar loptsjónir orðið vart við. Flestar grasategundir munu þar á heiðinni og' hraununum, líka nærri sjó. Engin eru þar rennandi vötn og ekki fjöll það heita megi. Trjáreki á Kalmans- tjarna rekaplássi, sem er stórtré opt, all- arðsamur til húsabóta, engir skógar. Ekki hefur hval rekið i Höfnum yfir 60 ár; eng- ir skógar. Ekki hefur hvað rekið í Höfnum yfir 60 ár; engar vita menn þar fornmenj- ar í jörðu eða á, en steinkol meina menn vera á Reykjanesi. Sláttur er þar byrjaður í 14. og 15. viku sumars, stendur yfir 2 og stundum 3 vikur. Þang brúkast þar til elds- neytis og að geyma í fisk. Ullarvinna, hampspuni og smíðar tikast þar á vetrum. Menn munu þykja þar drungalegir, því plássið er afskekkt og fámennt, en málvitr- 6) Mun vera (lrangur. l>aÖ sem nú kallast Eldeyjar- 7) Sumari'ð 1639 fórust með allri áhöfn 2 skip af 4, er til Geirfuglaskers fóru til aflafanga af Suðurnesjum (sbr. Skarðsárannál).

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.