Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1926, Qupperneq 26

Ægir - 01.09.1926, Qupperneq 26
190 ÆGIR stormar voru tíðir og hjeldu rekísnum burtu og hindruðu lagnaðarís. Annars var allmikill stórís við suðurodda landsins öðruhvoru til júníloka, en lítill úr því og norður með ströndinni, á fiskimiðunum víst með allra minsta móti. Við austur- ströndina var altaf lítið um ís, tiltölulega mest í júní, en náði þó þar sem mjóst er milli Grænlands og íslands (út af Vest- fjörðum) ekki út yfir vanaleg takmörk. Hér við land var því óvenjulítið uin ís, nærri islaust; dálítið hrafl var ytst á Húna- i'lóa í júní og nokkurir borgarís-jakar út af Straumnesi (og nokkurir á Hala) í á- gúst. — í sámræmi við þetta var sjávar- hitinn hér við land yfirleitt nokkuð hærri en í meðalári, ekki hvað síst við NA- og A-ströndina í apríl—mai. Á Newfoundlands-grunnunum var ís með meira móti uin vorið. B. Sæm. Útfærsla landhelginnar við Færeyjar. 1 lögþinginu færeyska 1924 var rætt um að fá landhelgina færða út á nokkrum stöð- um við eyjarnar, svo að svæði, sem annars eru talin utan landhelgi yrðu friðuð fyrir hotnvörpu. Fyrir þinginu 1925 lá fyrir bréf frá dónismálaráðuneytinu danska um hvaða svæði það væri einkum, sem óskað væri eft- ir að fá friðað, og var þess jafnframt getið, að lítil líkindi væru til að stórveldin feng- ust til að ganga inn á nokkra frekari út- færslu á landhelginni; en stjórnin tjáði sig fúsa til að hefja samninga um þetta atriði og vinna að framgangi þess svo sem auðið væri. Nefnd sú i lögþinginu, sem hafði með þetta mál að gera svaraði dómsmálaráðu- neytinu og gaf hinar umbeðnu upplýsing- ar, sömuleiðis voru merkt á sjókorti þau svæði fyrir norðan og vestan eyjarnar, sem óskað væri eftir að fengjust friðuð. Dómsmálaráðuneytið hefir nú skrifað lögþinginu þannig, um árangur málsins: „Á lögmætum fundi Lögþingsins 1925 var samþykt áskorun til stjórnarinnar, um að hefja samning við hlutaðeigandi stórveldi um að banna botnvörpuveiðar á tveimur nánar ákveðnum svæðum fyrir ut- an landhelgi við Færeyjar. í tilefni af þessu tilkynnist yður hérmeð, að reyndir hafa verið samningar við ensk stjórnarvöld og reynt að komast að sam- komulagi um friðun á nefndum fiskisvæð- um, en ómögulegt hefir reynst að fá sam- þykki ensku stjórnarinnar við þessuin til- mælum lögþingsins. Sömuleiðis hefir danski sendiherrann i London átt í samningum við formenn fé- lags hreskra botnvörpueigenda, um að fé- lagið af frjálsum vilja gengi inn á, að ekki væri fiskað með botnvörpu á nefndum svæðum. Formaðurinn lofaði að leggja það fyrir fundi fulltrúaráðsins, þó að hann sjálfur persónulega væri því mótmæltur, enda urðu svör félagsins í samræmi við það. Hérmeð fylgir frá utanríkisnáðuneytinu útdráttur úr umræðunum i enska þinginu í neðri málstofunni viðvíkjandi ýmsum at- riðum er snerta landhelgina og í samræmi við þær lætur fulltrúi ensku stjórnarinnar þess getið þann 22. marz 1926, að enska stjórnin lialdi fast við þriggja fjórðungs- mílna landhelgi og muni setja sig eindreg- ið upp á móti öllum kröfum um útfærslu hennar, að því er fiskiveiðarnar snertu.“ K. B. Síldveiði Norðmanna við ísland. Heimfluttar 11. sept. 1926: 59.330 tunnur Heimfluttar 11. sept. 1925: 129.000 tunnur

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.