Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1926, Page 19

Ægir - 01.10.1926, Page 19
ÆGIR 207 aði vélarnar cftir teikningu Jacombs og voru þær 50 í'eta háar, þ. c. vélarnar sem sneru hjólunum; voru hulluhólkar þeirra 74 þumlungar að þvermáli og bulluslagið var 14 fet. Skipsskrúfan var að þvermáli 24 fet og var fjórblöðuð. Vél sú sem hana hreyfði, hafði verkstæði Watts í Soho smíðað og var sknífuásinn 160 feta langur og að þyngd var hann 60 smálestir. Vélin hafði 4 bullu- hólka sem hver var 84 þumlungar að þver- máli og bulluslag var 4 fet. 4 katlar voru fyrir hjólin, en 6 fyrir skrúl'una, alls 10 katlar. Segl voru á öllum sex siglum og dúk- ur sá er í þau fór, var 6,500 fermetrar. Hjálparvélar voru víða á næst efsta þilfari, fyrir akkeri, bjargbáta og segl. Akkeri voru 10 og 800 faðrnar af keðjum. Gas var búið lil á skipinu og haft til Ijósa. Björgunarbátar voru margir og auk þeirra tveir gufubátar, sem voru 90 fet á lengd hvor um sig og voru þeir í bátsuglum fyrir aftan hjólakassana (Paddle box). Bát- arnir báru alla, sem á skipinu gátu verið. Sökum þess hve skipið var langt, varð að hafa sérstaka aðferð til að koma því á flot og voru smiðaðir 2 afarsterkir flekar, sem náðu frá þvi, niður að stórstreymis fjöru- borði og var halli þeirra 1:12. Auk þess voru skorður smiðaðar og á hliðinni átti að setja fram. Kunnugt er það, að Brunell verkfræðing- ur var áhyggjufullur og kvíðinn fyrir, hvernig framsetning mundi heppnast og þegar skipið var komið á stað eftir flekun- uin og hafði mjakast 8 fet, skipaði hann að stöðva það og var svo gjört, en eftir það var eigi auðið að hrevfa það, hvernig sem reynt var og lá það þannig í marga mánuði, þang- að til að því var komið fram með sérstökum vélum. Að koma skipinu á flot kostaði 120 þúsund sterlingpund og gjörði þá, sem fvr- ir sniíðinni slóðu, nálcga gjahlþrota. Þelta cr um smiði þessa mikla skips að segja. Saga þess eftir að það komst á l'lot er vel kunn. Fyrst var það sell fyrir 160 þúsund pund og byrjaði þá Ameríkuferðir, sein ekki báru sig. Það var 11 daga frá Southamton til New York í júní 1860 og fór nokkrar ferðir sömu leið 1861. Arin 1865—66 lagði það símaþráðinn milli Aineríku og írlands og frá 1869 lagði það ýmsa símaþræði i Atlandtshafi, Mið- jarðarhafi og Rauðahafinu. Árið 1884 var skipið selt fvrir 26.200 sterlingspund og 1886 voru eigendur jiess „Löndon Traders Ltd.“. Árið 1888 var það selt fvrir 58.000 sterlingpund og rifið í nóv- ember sama ár í Birkenhead við Liverpool. Að ölluin líkindum hefði Burnell og þeir er létu smíða skipið haft gagn og gleði af fram- kvæmdum sínum, en hin ógæfusama skipun, að stöðva skipið er sett var fram og það var komið á slað, eyðilagði þá fjárhagslega. Hinn 13. okt. 1886 (fyrir 40 árum) fór eg út í „Austra liinn mikla“, er hann lá við Eastham við Merséyfljótið. Hafði stórkaup- ínaður Lewis í Ranelagh Street i Liverpool tekið hann á leigu og sýndi þar allskonar varning. Auk þess voru þar veitingastaðir, fimleikamenn sýndu listir sínar og yfirleilt var þar margt að sjá. Eg tók eftir þvi, að 4 stýrishjól voru á sama ás á stjórnpalli, þ. e. 8 menn gátu stýrt og eins var lilhögun aft- ur á skipinu. Ferð iit á það frá Liverpool kostaði 90 aura fram og aftur og þar í inni- falið að mega skoða skipið eftir vild.. Rvík 13. okt. 1926. Svcinbjörn Egilson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.