Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 14
226 ÆGIR Mótorar í róðrabáta. Mótorbátar hafa mjög rutt sér til rúms síðan um aldamót og margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ganga úr skugga um, hver tegund þeirra eða stærð væri heppileg- ust og hafa tilraunir þær stundum orðið dýrar, en svo er nú komið sunnanlands, að 12—15 smálesta bátar þykja hinir bestu. Á öðrum stöðum landsins þykja stórir mót- orbátar hentugir (útilegubátar og rekneta- bátar) og 3—6 smálesta bátar sumstaðar, alt eftir staðháttum. . Nú eru menn farnir að setja litla mótora i fjögra og sexmannaför; þykir það gefast vel og eru fiskimenn óðum að kaupa litla mótora, bæði gamla og nýja. Árni Gíslason fiskimatsmaður á ísafirði mun með þeim fyrstu, ef ekki fyrstur, sem lét mótor í róðrarskip sitt um aldamótin. Síðan hafa vélar tekið miklum framförum og eru nú miklu léttari og hentugri i báta, en þær voru þá, en þrátt fyrir það verður að hafa alla varúð er um opna mótorbáta ræðir, sem hafðir eru til veiða og fara langt, og þar sem enginn virðist finna hvöt hjá sér til að leiðbeina mönnum með þennan nýja rekstur í fiskiveiðum, verður reynt að gera það hér, einkum þar sem sumir spá, að slys geti af þessu leitt, bátar séu ekki hæfir til að hafa mótora sumir hverjir o. fl. íslenskir róðrabátar eru ekki smíðaðir nema fvrir árar og segl og þarf því á ýms- an veg að styrkja þá báta, sem mótorar eru látnir í; of seint og of dýrt að athuga það atriði, þegar skoðuuarmanni list ekki á frá- gang og bannar að róa á ótraustum bát. Einn af bestu bátasmiðum hér hefir góð- fúslega látið í té reglur þær, sem hann siníðar nú eftir báta þá, sem ætlast er til að hafi mótora og eru þær þessar. Eitt af því sem nauðsynlega þarf að setja í þessa opnu báta, sem hafa mótora eru loft- kassar, sem hafa að minsta kosti það mik- ið burðarmagn, að þeir lyfti mótornum. Heppilegast mundi vera að hafa kassana af- jiyljaða undir þóftum. — Flestir af jjeim bátum hér, sem mótorar hafa þegar verið settir í, eru of veikbygðir, böridin eru furubönd, söguð úr beinum plönkum og súðin fest í þau með reksaum, í stað bess að hafa eikarbönd, helst úr sjálf- bognu efni og rónegld í hverja súð; einnig ætti í stað þess að festa kjalsúðunum með reksaum i kjölinn — að vera kjalbekkur, sem boltaður væri niður i kjöl, sem kjal- súðirnar væru rónegldar í; með því móti getur skipið flotið, j)ó kjölurinn laskist. Innra stefni ætti líka að vera í hverjum bát, það gerir bátinn miklu sterkari, þar sem seyming verður tvöföld i hálsunum, í stað- inn fyrir að vera fest í stefnið með reksaum í bláendana; vita það allir, sem nokkuð hafa verið á opnum bátum, að ekki þarf mikinn árekstur til jjess að stefni laskist. Nauðsynlegt er að vel sé bygt undir mót- orinn; jjyrfti að vera strangt eftirlit með því, að mótorarnir séu ekki aðeins fest- ir á tvo járnboga, sem síðan eru boltaðir út í siðurnar, eins og sést hefir hér með bíl- mótora. sem settir 'hafa verið í báta. Undir mótornum jjurfa að vera 3 þver- stvkki, sem nái hæfilega langt upp í sið- urnar, vel boltuð ofan í kjölinn og jjar ofan á 2 langstykki, sem boltast i þverstykkin. Það má ekki eiga sér stað, að mótorar hafi svo íltið að sitja á, að þeir geti skekst af jjeim örsökum, og eyðilagt bæði öxla og stefnislegur; i þessum bátrim eru öxlar svo grannir að þeir þola lítið slit. í flestuin jjessum bátum munu vera raf- kveykjuvélar. Er þá nauðsynlegt, að vel sé gengið frá magnetunni; ættu menn helst að hafa vatnsheldan poka fóðraðan með vatti, til að láta yfir hana, og verja hana raka. Húsið yfir mótornum þarf að vera ör-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.