Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1926, Side 7

Ægir - 01.12.1926, Side 7
ÆGIR 239 til þess, en til orða gamla mannsins, veður- glögga, sem sagði honum, að hann væri að fara út í opinn dauðann. En þó að ekki verði feigum forðað, ættu hin sorglegu af- drif Eggerts Ólafssonar og þeirra sem með honum fórust, að vera öllum lítt reyndum sjófarendum hér við land, ekki síst á smá- fleytum og opnum skipum, áminning um að fara gætilega í tvísýnu veðri og illu út- liti og smá aldrei aðvaranir reyndra og veðurglöggra manna. Vér mistum svo mik- ið í sjóinn, þar sem Eggert týndist og miss- um svo þráfaldlega enn, að menn eru nú farnir að sjá, að við svo búið má ekki standa lengur. Er það því líklega heilla- merki, að einmitt á þessu ári, 200. árinu frá fæðingu Eggerts, skyldi fyrst vera opin- herlega ákveðið að efla til allsherjar starf- semi til björgunar mönnum úr sjávar- háska hér við land, og væri óskandi að á- hugi sá, sem Eggert var gefinn, mætti jafn- an fylgja þeirri starfsemi. Þá yrði minning Eggerts í réttum heiðri höfð af þeim, sem ant er um sjómannastétt landsins. Bjarni Sæmnndsson. Frá sjónum. Um kveldið hinn 8. deseinber var hér stórviðri á suðaustan; um nóttina sneri vindurinn sér og gekk til suðvesturs með ofsaroki og sjógangi. „Skúli fógeti“ var á leið frá Englandi rétt kominn að landinu; hjá honum varð ekk- ei't að. „Arinbjörn hersir“ var á sömu leið, einnig kominn að landinu. Á hann kom hrotsjór, sem tók út báta hans og braul ýmislegt á stjórnpalli. „Skallagrímur“ var staddur vestur í Faxaflóa er rokið skall á, en morguninn eftir um kl. 6, eftir að veðrið tók að skána, lenti hann í brotsjó, sem kastaði skipinu á hliðina og mun litlu hafa munað, að skip- ið færi ekki af kjölnum. Um leið og skipið kastaðist á hliðina, fór allur fiskur yfir í bakborðshliðina, kol og annað lauslegt. En brotið tók með sér báða bátana og reif burtu þilfarið undir þeim á allmiklum parti. Og öllu lauslegu sópaði sjórinn burt. Þá flæddi og mikill sjór niður í skipið. í hásetaklefann kom svo mikill sjór, að hann var því nær fullur, og svipað var annarstaðar í skipinu. Þegar brotsjórinn skall yfir skipið, var skipstjóri staddur á þilfari undir stjórn- palli, og stóð hann þar i mitti í sjónum. En er hann ætlaði upp á stjórnpallinn komst hann ekki þangað fyrir fossum ofan af „brúnni“. — Allir gluggar brotnuðu og allir karmar. AlIIangan tíma tók að ryðja svo til i skipinu, að það rétti sig. — Tólcst það þó, en lá þó mikið á bakborðssíðu er það kom inn á höfn. Nokkuð langan tíma mun taka að gera við allar skemdir á „Skallagrími". Er talið að hann muni verða að liggja inni um mán- aðartíma. ,,Ameta“-strandið. Hinn 10. des. fór „Buskö“ til Flateyjar að sækja skipbrotsmennina af „Ameta“ og er nú komin með þá hingað. Morgunblað- ið náði tali af hr. Einarson skipstjóranum á „Ameta“ 13. des. og sagði hann svo frá hrakföruin skipsins: — í raun réttri var ég ekki skipstjóri á „Ameta“. Þannig er mál með vexti, að skip- ið strandaði í sumar hjá Holsteinborg á Grænlandi og var yfirgefið. Vátryggendur

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.