Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 15
ÆGIR 247 Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn var i'alið málið til meðferðar, segir Ó. Sv. Við komu varðskipsins til Hafnar, sneri skip- herrann á „Óðni“ sér því þegar til hans. Sendiherrann hafði fengið aðstoð flota- málastjórans, og var hr. E. Adolp forstjóra skipaeftirlits flotamálaráðuneytisins, falið að rannsaka byggingarlag „Óðins“. Er E. Adolp talinn hæfastur allra innan flotans í þeirri grein. Við rannsókn þessa kom i Ijós, að þyngd- arpunktur véla og katla var rangt gefinn upp til skipabyggingarteiknistofunnar. Varð þvngdarpunktur skipsins þess vegna ekki á þeim stað, cr átti að vera, og er það or- sök þess, að skipið reyndist ekki gott sjó- skip. Skipasmíðastöðin kannaðist strax við, að hér væri um galla að ræða frá sinni hendi, er hún væri fús til að bæta úr, svo að skip- ið yrði gott sjóskip. En til þess kvað hr. Adolph að nægilegt væri að láta í skipið 20 smál. af kjölfestu, setja skilju í háhylkið og lækka reykháfinn. Sendiherrann kynti sér siðan athuganir hr. Adolph. Fékk hann sér til aðstoðar skipherrann á „Óðni“, Emil Nielsen fram- kvæmdarstjóra og skipaumsjónarmann Brorson. Kom þeim saman um, að þá er athugasemdum hr. Adolphs væri fullnægt, , mundi skipið verða gott sjóskip, en ákvæð- um samningsins væri ekki fullnægt þar með. Tóldu þeir að lengja þyrfti skipið um 4 fet til þess að auka burðarmagnið er svaraði 20 smál. af kjölfestu. Var „Flyde- dokken“ (skipasmíðastöðin) fús að gera þetta endurgjaldslaust. En þar sem lengja þurfti skipið á annað horð, kom öllum ofangreindum mönnum saman um, að lengja það enn meir, og töldu þeir, að lenging um 13 fet mundi gera skipið afbragðsgott sjóskip. Réðu þeir eindregið til að þetta yrði gert. Samkomu- lag fékkst við „Flydedokken" um það, að hún bæri allan kostnað af því að taka skip- ið sundur, bæta við það 4 fetum og auk þess ao greiða % af kostnaðinum við að lengja skipið um 9 fet og 1 Vz þuml., en ríkissjóð- ur greiði Vz af kostnaði við lengingu skips- ins um 9 fet 1 V2 þumk, og nemur sá kostn- aður 8000 kr. Botnhylki verða sett í skipið á því svæði sem lengingin nær, og verður það haft fyrir kjölfestu og veitivatn, eins og önnur botn- hylki. Lengingin verður bygð 10% yfir kröfur enska Lloyd, að efni, efnismáli og styrk- leika, eins og skipið alt er bygt. „Flyde- dokken“ framlengir ábyrgðartima skipsins. Hraði skipsins verður hinn sami, þrátt fyrir breytinguna. Þessar upplýsingar gefur hr. Ólafur Sveinsson og hefir tekið þær úr skýrslum sendiherra Sveins Björnssonar og skip- stjórans á „Óðni“ og annara, sem við þessa viðgerð eru riðnir. Matvælasýningin í K.höfn 29. október — 7. nóvember 1926. Fyrir 3 árum vorum við nokkrir kunn- ingjar saman komnir og vorum okkar á milli að ræða um fiskisýningu og hvernig henni jrrði hér best fyrir komið, hvað ætti að sýna og hvernig. Þá voru peningarnir nógir og alt virtist auðvelt, alt átti að ^era stórskorið og mvndarlcgt. Flestir í hópnum voru hjart- sýnir og þeir vildu hafa alt eins og stór-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.