Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 16

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 16
248 ÆGIR veldi, t. d. Ameríka, nuindi hafa heimssýn- ingu, en svo voru tveir svartsýnir náungar í hópnum, sem héldu því fram, að ísland hefði eltki eins miklu úr að spila og Ame- ríka, þótt peningar væru til, og sæmilegt væri hverjum og einum að sniða sér stakk eftir vexti, og leitt væri fyrir þjóðina að taka lán til sýningar, sem, væri hún stórfeld, mundi aldrei horga kostnað.. Svo var rifist, allir töluðu í einu, eins og venjan er, og þótt sýning eða sýningar kæmu okkur ekk- ert við, var þvargið svo, sem værum við kjörnir í nefnd og hver einstakur keptist við að sýna gáfur sínar og snild i fram- kvæmdum. Loks stóð annar af þeim svart- sýnu upp og var sá raddsterkur vel og heimtaði að sér væri gefið hljóð. Man ég vel eftir orðum hans og set þau hér, að vísu ekki öll. Þau voru þessi: Á þjóðhátíðinni 1930 á að sýna afurðir landsins, bæði sjávarafurðir og afurðir landbúnaðar. Bændur og fiskimenn eiga að slá sér saman og ekki að láta sér nægja að sýna hrá matvæli, heldur alt það, er framreiða má úr hráefninu til matar. í Reykjavík á að útvega gott og stór hús- næði, þar sem allskonar réttir úr íslensku efni eru til sölu, ekki að eins nýtísku réttir, heldur einnig ýmislegt annað, sem áður fyr þótti sælgæti, en er nú að leggjast niður, svo sem súrsaðir kútmagar, sundmagar, ýmsar tegundir hákarls, súrsaðir bringu- kollar, reyktir magálar, reykt hrossakjöt og margt fleira, svo er saltfiskurinn, sem að eins er soðinn á einn veg á íslandi, en sem Spánverjar sjóða og steikja með 70— 80 aðferðum. Hversu marga rétti má ekki búa til úr síld, og hér kunna menn ekki að borða hana. Þannig löguð sýning mundi opna augu landsmanna og láta þá skilja, að við getum haft betra fæði af eigin af- urðum en við vitum, en til að koma þessu í kring vantar menn, sem kunna að „húa til allskonar rétti”. Þetta er hið helsta úr ræð- unni og þótti flestum þetta fáviska; siðan eru liðin þrjú ár og nú kemur það í ljós, að islenskur matur hefir verið framreiddur á matvælasýningu í Kaupmannahöfn og er þar lokið lofsorði á hann, og talið víst að þessi aðferð bæti markaðinn. í sjómannablaðinu „Vikingen” (desem- her) eru margir taldir upp, sem viðurkenn- ingu hafa fengið fyrir frammistöðu, elda- mensku, að leggja á borð og ganga um beina og þar koma þjónar jafnt til greina og bryt- ar og félög, engum er gleymt, sem skarar fram úr öðrum í hverri grein sem er. Gefur slíkt byr í seglin er tekið er tillit til hinna smáu sem hinna stóru. Hr. Jónas Lárusson, bryti á „Gullfoss", hefir sýnt dugnað sinn og þekkingu á sýningu þessari. I Morgunbl. (19. des.) er erein um hana og birtist hér hið helsta úr henni: „Að sýningunni lokinni var útbýtt verð- launabréfum til þeirra, er sýnt höfðu vörur, er þóttu með afbrigðum góðar. Allir þeir, sem sýndu íslenskar afurðir, fengu slík verðlaunabréf i viðurkenningar- skyni, en það voru þessir: Jónas Lárusson bryti fyrir saltkjöt sykursaltað, Samband ísl. samvinnufélaga fyrir venjulegt útflutn- ingskjöt og rúllupylsur. Þessir fengu viðurkenningu fyrir síld: Helgi Hafliðason, Rolf Johansen, Tynæs og A. Gotfredsen. Saltfiskur sá, er þarna var, var frá Félagi isl. botnvörpuskipaeigenda. Viðurkenning fékst einnig fyrir hann. — Þá fékk Eimskipafélag Islands viðurkenn- ingu fyrir matarframreiðslu árdegisverðar. Matsala var i sambandi við sýninguna. Fjöldi fólks borðaði þar á hverjum degi. Voru framreiddir réttir úr matvörum þeim, sem á sýningunni voru. Fenginn hafði verið snjall matreiðslumað- ur til þess að gera sem fjölbreyttasta rétti úr hinum íslensku matvælum. Undruðust gestirnir mjög, hvílíka fjölbreytni þar var að íinna. Matreiðslumaður þessi heitir E.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.