Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 19
ÆGIR 251 Skýrsla Erindreka Austfirðingafjórðungs frá 1. apríl til 1. júlí 1926. Á þessu tímabili frá 1. apríl til 1. júlí má telja að mestu leyti besta aflatímabil hér á Austurlandi, svo og hefir það verið ætíð. Á því tímabili aflaðist hér um 10 þúsund skippund fiskjar, þá fer að aflast fiskur norður um alla firði alt til Langaness, reyndar gat ég ekki náð neinum aflaskýrsl- um fyrir júní norðan af Langanesi eða öðr- um smáveiðistöðvum þar nyrðra, svo afli þaðan er ekki meðtalinn í þessari upphæð, en kemur að sumu leyti á næsta ársfjórð- ung og síðar, svo aflinn á þessurn ársfjórð- ung er raunverulega meiri en tala sú er ég hefi nefnt að framan. Mótorbátar og róðrarbátar höfðu full- komlega ágætan meðalafla á þessu tíma- bili á öllum syðri fjörðunum nema þeir mótorbátar, sem gengu frá Eskifirði og Reyðarfirði (Búðareyri) þeir fengu mjög lítinn afla. Róðrarbátar öfluðu ágætlega á Berufirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Vattanesi, Breiðuvik og Norðfirði í maí og júní. í maí fór snemma að aflast hér við Seyð- isfjörð og Borgarfjörð, sérstaklega á grunn- niiðum, og má það heita snemt. Línuveiða- skipin öfluðu dável í apríl og framan af í nraí, en úr því fengu þau mjög litinn afla og hættu flest í júní. Gufuskipið „Sæfarinn“ fór tvo túra með drifnet suður í Mýrarbugt og fékk samtals um 130 tunnur af sild, sem var seld til beitu. Skipstjórinn á „Sæfaranum“ lofaði að gefa mér skýrslu um veiði þessa, en ég hefi því miður ekki fengið hana ennþá. Hann fullyrðir að þarna suður frá muni vera síld að fá strax í apríl og telur arð- vænlegt fyrir þar til hæfa mótorbáta að stunda þessa veiði. Síldin er yfirleitt smá og sæmilega feit eftir að kemur fram yfir miðjan maí. Síld- in var seld á 60 til 65 krónur tunnan til beitu. Það mundi eflaust bæta fyrir fiskveið- um hér eystra og auka þær, ef einhverjir tækju sig fram um að stunda síldarveiði að vetrinum til, suður með og fyrir sunnan Hornafjörð og selja sildina til beitu austur á firði eða svo sýndi það sig ineð þessa síld fyrir þá sem náðu í hana. En eins og ástatt er með hag útgerðar- manna hér, er mjög vafasamt að nokkur treysti sér til að leggja út í að stunda þessa veiði meðan engin reynsla er ennþá fyrir að veiði þessi borgi sig. Þarna er einn veiði- skapur er fulltrúar Austfirðingafjórðungs vildu að Fiskifélagið styrki á síðasta Fiskiþingi en fengu ekki framgengt. Fiskverð á þessu tímabili var 30 til 38 aura pr. kg. af þorski úr salti og 20 til 22 aura fyrir kg. af smáfiski. Af útlendum fiskiskipum (norskum) var keypt hér eystra í maí og júní rúm 4200 skippund og var sá fiskur keyptur á 36 niður í 30 aura kg. fyrir stórfisk og 28 niður í 18 aura fyr- ir smáfisk. Vertíð á Hornafirði og Berufirði var lok- ið aðallega um mánaðamótin maí og júní Seyðisfirði 29. nóv. 1926. Hermann Þorsteinsson. Heiðursmerki. Konungur hefir veitt heiðursmerki Fálkaorðunnar þessum sjómönnum: Skip- stjórunum Einari Stefánssyni á „Goðafoss", Júlíusi Júliníussyni á „Brúarfoss“, Þórólfi Becli á „Esju“, útvegsbónda og hafnsögu- manni Jóni Sturlaugssyni á Stokkseyri og útvegsmanni og l'ormanni Þorsteini Gísla- syni á Meiðastöðum. Allir þessir menn hafa fengið „riddarakross".

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.