Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1926, Side 8

Ægir - 01.12.1926, Side 8
240 ÆGIR skipsins vildu þó gera tilraun að ná því út, og leigði „Buskö“ til þess. Fór með „Buskö“ áhöfn á „Ameta“, en ég fór sem umboðsmaður vátryggjenda. Lagt af stað. Þegar til Holsteinsborg kom var „Ameta“ þar upp i fjöru og óskemd. Náðum við henni fljótt út, þéttum hana og dyttuðum að henni. Var skipið þá ágætt. Það hafði of- urlitla hjálparvél, 1 cylinders, og góð segl. Frá Holsteinsborg fórum við 17. nóvem- ber og var þá gott veður, stinnur vindur suðaustan. „Buskö“ dró „Ameta“ á 90 faðma löngum kaðli 2%" í þvermál og var honum fest í báðar akkerisfestar „Am- eta“, er gefnar voru út 16 faðma hvor og festar saman ineð keðju milli „Klyds- anna“. Líkur útbúnaður var á „Buskö“. 19. nóvember fengum við sunnan fár- viðri í Davissundi og aftaka stórsjó. Skemdist „Ameta“ þá nokkuð og seglfest- an, sem var grjót, fór út í aðra hliðina. Var þó haldið áfram og fórum við fram hjá Kap Farvel 24. nóvembíer i dágóðu veðri en dimmu. Daginn eftir var komið ofsaveður af suðaustri og er við komum í strauminn fyrir austan Grænland, var þar voðalegur ósjór. Við vörðumst með því að hella olíu í sjóinn og gekk þannig dagana 25.—27. nóv. Hafði þá vindurinn snúið sér fyrst í suður, svo í norður og seinast í norðvestur. Næstu nótt tók þó út yfir. Urðu skipin að beita upp í storminn, en alt kom fyrir ekki. Um kl. 3 slitnuðu báðar akker- isfestar á „Ameta“. Var þá aftakasjór, nátt- myrkur og hríð. Skipin verða viðskila. Við skutum þegar eldvöndum og gáfum neyðarmerki, en urðum ekkert varir við „Buskö“ eftir það. Þegar fór að birta af degi var komin stórhríð og sást ekkert, en veðurhæðin afskapleg. Gripum við þá til seglanna og notuðum einnig hjálparvél- ina til þess að reyna að komast á siglinga- leiðir, þvi að skipin urðu viðskila 240 sjó- milur austur af Kap Farvel. Beittum við seglum eins mikið og við þorðum, en átt- um þó á hættu að siglan mundi brotna þá og þegar. Viltir vegar. En straumar og stormur báru okkur þó fljótt af leið og engin tök voru á því að gera athuganir, því að aldrei rofaði til sól- ar, en veðurhæðin hélst hin sama. Aðfara- nótt 5. des. sáum við vita á bakborða í suð- austri og álitum, að það mundi vera Vest- mannaeyjaviti, því að blossahraðinn var sá sami og þar. Héldum við því sem mest kyrru fyrir um nóttina og ætluðum að reyna að ná landi er birti. Þegar lýsti af degi sáum við hátt land á bakborða, en eigi var okkur unt að kom- ast þangað, því að þá rauk ofviðrið upp að nýju, verra en nokkru sinni áður, á norð- vestan, og hafrótið var hræðilegt. Áttum við einskis annars úrkosta en að halda und- an á stagsegli með tvirifuðu stórsegli. En er á leið daginn vorum við alt í einu komnir inn á milli brotsjóa. Bjóst ég þá við því, að himinháar holskeflurnar mundu hvolfa skipinu þá og þegar, eða mala það mjöli smærra á einhverju skeri Siglt var alla nóttina milli hins 5.—6. des- ember, en lýsingu hr. Einarssons á því, sem viðbar á leið hans þá nótt er hér sleppt, liklega öllum að skaðlausu, en í Morgun- hlaðinu má lesa þá frásögn með yfirskrift, „Gegnum brim og boða“. Hafnsögumaður kemur. Með birtu sáum við eyju nokkra og bygð á. Snerum við því þangað og ætluðum að hafa tal af mönnum og vita hvar við vær- um að landi komnir. Komumst við i hlé við eyna og gáfum merki með þokulúðri.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.