Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 20
252 ÆGIR Stórbruni á Stokkseyri aðfaranóít 10. desember 1926. Klukkan 11 kveldið hins 9. des. urðu menn elds varir í hinu svonefnda Ingólfs- húsi á Stokkseyri. Magnaðist eldurinn skjótt og varð við ekkert ráðið. Brunnu þar 7 hús til kaldra kola, þar á meðal ís- hús fult af síld og kjöti. Veiðafæri og salt eyðilögðust einnig í eldinum og hafa margir orðið fyrir miklu tjóni. Þeir sem urðu fyrir mestu tjóni eru þessir: Ásgeir kaupm. Eiríksson hafði vörur sinar vátrygðar fyrir 6 þús. kr., en þær voru að minsta kosti 20 þús. kr. virði. Að vísu hjargaðist mikið af þeim, en það var alt stórskemt. Svo er og um vörur Magnúsar Gunnarssonar. Þeim var rutt út og tvístr- að hingað og þangað, út i kirkjugarð og um allar trissur. Bíður hann því lika mik- ið tjón, þótt eigi brynni hjá honum. Auk þeirra bíða mikið tjón þeir Sigurður Heið- dal og Böðvar Tómasson, Jón Sturlaugs- son og Jón Jónsson. Heiðdal og Böðvar mistu öll veiðarfæri 3ja mótorbáta, segl þeirra og annan útbúnað og margt fleira. Jón Sturlaugsson misti alt sem í íshús- inu var af beitusíld og kjöti. Var húsið alveg fult; Jón Jónasson misti nær fulla hlöðu af heyi. Þá mistust og veiðafæri og útbúnaður tveggja annara vélbáta (annar þeirra heitir „Heppinn"). Mun þetta hafa verið lítt eða ekki vátrygt, og er talið að tjónið muni nema 6000 krónum á hvern bát, að minsta kosti. Húsið, sem Ásgeir Eiríksson verslaði í, var vátrygt á 9 þús. krónur. Hafði spari- sjóður Eyrarbakka selt það fyrir nokkr- um dögum Sigursteini Steinþórssyni fyrir 2500 krónur. Það er eigi að eins að Stokkseyringar hafi beðið stórtjón beinlínis af eldsvoða þessum; hið óbeina tjón er líka engu minna, því að útgerð þeirra á vetrarvertíð er í voða. Af 10 vélbátum, sem á Stokkseyri eru, hafa 5 mist allan sinn útbúnað. Úr því má ef til vill bæta. En hitt er verra, að i ishúsinu fórst öll sú beita, er útgerðin hafði treyst á. Og sagt er að allmikið af salti hafði verið í kjallarinum undir pakk- húsinu stóra. Húsin voru vátrygð. Verðlaunapeningur fyrir björgun. Nokkrum sinnum hefir verið minnst á það í blöðum og mánaðaritinu „Ægi“, að verðlaunapening fyrir björgun vantaði hér og, að ríkið, sóma sins vegna yrði að hafa það heiðursmerki og sæma þá, sem fram- kvæma mannúðarverkið — „björgun úr sjávarháska“, eða öðrum voða. Vöntun þessi er hættuleg og getur oft haft slæm- ar afleiðingar fyrir landhelgi íslands. Út- lenskur togaraskipstjóri bjargar t. d. mörg- um mönnum frá veiðstöð. Fyrir það fær hann ekki neitt. Þeim, sem bjargað var, finnst þeir standi i skuld við þennan mann, sem einnig veit og finnur, að þeir hafi þáð af sjer greiða, sem er ógoldinn. Hann fer að gerast nærgöngull á miðum þeirra og veit, að þeir muni vart fara að ákæra sig í það minnsta ekki rjett eftir greiðann og yfir landhelgisbrotum þessa manns er þag- að og mið fiskimanna sópuð. Hefði togara- skipstjórinn verið sæmdur verðlaunapen- ingi ríkisins fyrir björguna, þá var skuldin yreidd fyrir allra hönd og þeir, sem bjargað var eru frjálsir menn og geta kært lífgjaf- ann jafnt og aðra, er of nærri landi veiða. Samræini verður að vera í sem flestu. Einn af þeim, sem sæmdir voru heiðurs- merkjum nú nýlega, hefir bjargað um 60 —70 mönnum úr sjávarháska og hann hefði að réttu lagi átt að fá heiðursmerki,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.