Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1926, Blaðsíða 10
ÆGIR 242 úti á landi, og var komið til Akureyrar. Síðan það fór þaðan spurðist ekkert til þess þar til 13. þ. m„ að fullyrða má að það hafi farist. Á sunnudaginn 12. des. kom maður til Borgarness frá Ökrum á Mýrum, og til- kynti sýslumanni þar, að lík hefði rekið á Ökrum' á laugardaginn. Á því fundust þau skilríki að hægt var að sjá nafn mannsins. — Hét hann Steingrimur Han- sen. En ekki var hægt að átta sig á neinu því er á líkinu var hvaðan hann væri með vissu, en líklegt þótti, að hann væri að norðan og þá helst frá Sauðárkróki. Ennfremur hafði rekið á fjöru á Ökr- um allmikið flak úr stórum skipsbát, en ekki var skipsnafn þar á, sömuleiðis hluta úr stórum mahogniskáp og eitthvað fleira. Sýslumaðurinn i Borgarnesi lét stjórn- arráðið vita um atburðinn. Það leitaði til hæjarfógetans á Akureyri til þess að fá að vita um farþega þá, er verið höfðu með skipinu. Kom þá í ljós, að Steingrímur Hansen hafði verið einn þeirra. Hann var 18 ára gamall og var frá Sauðá við Sauð- árkrók. Með því er fengin full sönnun þess, að þarna hafi í sjóinn farið milli 20 og 30 manns, erlent og innlent fólk. Er mikill harmur kveðinn af eftirlifandi ættingjum og vinum þess látna fólks. Þrír aðrir farþegar voru á skipinu að norðan, sem kunnugt er: Theodór Bjarnar, verslunarmaður, Rauð- ará við Reykjavík, ungfrú Karólina Jónas- dóttir 18 ára gömul, Strandgötu 35 á Ak- ureyri og Ingibjörg J. Loftsdóttir, 22 ára, Gránufélagsgötu 51, Akureyri. Þó ekki sé getið um fleiri farþega að norðan, er ekki ómögulegt, að fleiri hafi verið með, án þess kunnugt væri á Ak- ureyri. Fimti íslenski maðurinn var á skipinu, Guðbjartur Guðmundsson vjelstjóri. Hafði hann farið á „Balholm" þessa ferð. Hann mun hafa verið ættaður að vestan, en átti heima hjer í bænum á Sólvöllum. Kvong- aður var hann og átti eitt uppeldisbarn. „BaIholm“ var frá Bergen og var smíðað 1918, 1610 smál. að stærð, brúttó. Hafði það verið hið vandaðasta skip að öllu leyti. 18 manna skipshöfn var á þvi. Skip- stjórinn hjet Waage, ungur maður, ný- kvæntur, og hafði konu sína með sjer þessa ferð til íslands. „BalhoIm“ hafði tekið um 16 þús. pakka af þurfiski á höfnum úti um land, hingað og þangað. Það var alt vátrygt. Með skipinu var sendur frá Akureyri allur póstur austan Akureyrar, verðpóst- ur og annað. En hve miklu verðpósturinn hefir numið, er ókunnugt enn. En vátrygð- ur var hann, svo póstsjóður bíður engan skaða. Hinn 13. des. siðari hluta dags bárust hingað fregnir um að meira hefði rekið í nánd við_ Akra, svo sem bjarghringur merktur „Balholm", stólar, mynd af kven- manni o. fl„ og er þvi að fullu gengið úr skugga um, að skipið hafi farist með öllu sem á því var og í, en með hvaða hætti slysið hefir horið að höndum, eru heimug- legheit hins mikla hafs. Telja má nokkurnveginn víst, að skipið hafi farist nóttina milli 6.-7. desember. Lik Theodórs Bjarnar hefir fundist; var það flutt til Reykjavíkur og fór jarðarför- in fram 23. des. E.s. „Nystrand". Hinn 25. nóvember s. 1. barst sú frjett hingað til Reykjavíkur, að eitt skipstrand enn, hefði orðið austur á Söndum. Var það kolaskip til stórkaupmanns Hallgríms Benediktsonar & Co. Hingað fylgdi frjettinni að einn maður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.