Ægir - 01.01.1929, Blaðsíða 18
10
ÆGIR
a<S byrja. Voru í reglugerð þessari ýms
strangari ákvæ'ði en verið liafði áðnr
um flokkun og mat á sildinni, sem að
áliti sumra virtust í fljótu bragði litt
framkvæmanleg, en sökum þess hve
reglugerðin kom seint út og ef til vill
af mótþróa þeim, sem hún í upphafi
mætti af ýmsum þeim, sem sild sölt-
uðu, þá var lienni aldrei algerlega
framfylgt. Verður að telja það illa far-
ið, þvi i henni voru ýms ákvæði ná-
kvæmari og auðsjáanlega til mikilla
bóta, frá gamla fyrirlcomulaginu. En
um hitt má deila livort heppilegt hefir
verið að leggja niður síldarmatið, og
fá það í hendur þeim aðila, sem hefir
riieð söluna að gera, því eftir eðli sinu
á matið að vera dómari, milli kaup-
anda og seljanda.
Síldaraflinn á öllu landinu var 6.
október, er veiðinni var hætt:
Umdæmi: ísafjarðarumdæmi . . . Sigluf j arðarumdæmi Akurevrarumdæmi . . . . Sevðisfjarðarumdæmi Saltað tunnur. 5.481 83.442 31.662 3.572 Kryddað tunnur. 5» 39.095 11.081 59 í bræðslu tunnur. 190.838 180.323 136.500 99
Samtals 1928 124.157 50.176 507.661
— 1927 180.816 59.181 597.204
— 1926 97.242 35.079 112.428
1925 215.011 39.099 220.083
Samkvæmt þessum samanburði virð-
ist veiðin hafa verið nokkru minni en
árið áður. En svo er ekki, þvi árið
1927, voru miklu fleiri útlend skip, sem
lögðu hér á land veiði sína, þar sem
bræðslustöðvunum á Siglufirði var
bannað í ár að hafa útlend skip til þess
að veiða fyrir sig. Sömuleiðis var mjög
Mtið keypt til söltunar og kryddunar i
ár af erlendum skipum nema bræðslu-
sild sú, sem bræðslustöðin í Krossanesi
keypti.
Þátttakan í síldveiðunum mun liafa
verið nokkuð lík og árið áður, þó munu
heldur fleiri skip iiafa stundað snurpu-
nótaveiði á þessu ári, en reknetaskip-
in voru miklu færri. Verð á nýrri síld
var svo lágt, að það borgaði sig' ekki
fyrir reknetaskip að stunda þá veiði.
Auk þess var þorskveiðin svo góð, eins
og áður er getið, að sú veiði gaf í ár
meiri arð, og héldu þvi margir bútar
þeirri veiði áfram.
Sumir liafa viljað kenna Síldareinka-
sölunni um þessa slæmu afkomu rek-
netabátanna, að hennar vegna liafi
verðið ekki getað hækkað. En slíkt er
ekki rétt atliugað, því sama gerðist ár-
ið 1927. — Margir bátar urðu þá að
bætta, vegna þess að þeir gátu ekki selt
veiði sína fyrir verð sem. svaraði fram-
leiðslukostnaði. Virðist þessi sama saga
endurtaka sig' altaf þegar síldveiðin er
meiri en í meðallagi. Stafar það af því,
að margir reknetabátarnir, hafa ekki
fyrirfram sölusamning um veiði sina,
en selja fvrir það verð, sem er fáanlegt
þann dag, sem þeir afla. Þegar því
nægilegt framboð er á sild, eru samn-
ingsbundnu skipin látin sitja fyrir með
mótttöku, en hin verða að lækka verð-
ið, þangað til þeim tekst að finna kaup-