Ægir - 01.01.1929, Blaðsíða 26
18
ÆGIR
Skýrsla til Fiskifólags íslands
um samvinnu fiskimanna í Danmörku og Noregi
frá Arngr. Fr. Bjarnasyni.
Eins og kunnugt er, veitti stjórn Fiski-
félags íslands mér stvrk til þess að
kynna mér samvinnu fiskimanna i
Danmörku og Noregi. Samkv. bréfi fé-
lagsstjórnarinnar um ])essa styrkveit-
ingu skvldi eg auk ])ess að kynnast fé-
lagsstarfi fiskimanna í áðurgreindum
lönduin af eigin reynd kynna mér sam-
vinnufyrirkomulag sjávarútvegsmanna
í þessum löndum, þ. á m. síldar- og
fiskisölusamlög'.
Að öðru lejdi er hér tekið upp meg-
inatriði bréfsins um þessi atriði:
„Vér biðjum yður að kynna yður vel
þau samlög, sem fiskimenn liafa mynd-
að í þessum löndum til þess að auka
álit og verðmæti afurða sinna, bæði
þau sem starfandi eru og eins þau, sem
hætt cru að starfa og rannsaka hvaða
erfiðleikar liafa orðið hinum síðar-
nefndu að falli eða hvers vegna þau
hafa liætt og að útvega Fiskifélaginu
að minsta kosti eitt eintak af lögum
og reglugerðum þessara félaga, bæði
þeirra sem starfa enn og eins þeirra,
sem liætt eru að starfa, ef unt er að ná
í þessi plögg; sömuleiðis biðjum vér
yður að rannsaa nákvæmlega að hvaða
notum slíkur félagsskapur hefir orð-
ið í liverju tilfelli.
Sömuleiðis biðjum vér yður, að
kynna yður annan samvinnufélags-
skap fiskimanna, bæði á verslunar- og
iðnaðar-sviðinu, og' eftir beimkomu yð-
ar að gefa skýrslu um ferð yðar og'
hvers þér hafið orðið vísari og að gera
tillögur um þá samvinnu meðal fiski-
manna bér, er þér teljið æskilega eða
geta komið að notum bér.
Sömuleiðis ber yður að lialda fyrir-
lestra í Fiskifélagsdeildum Vestfirð-
ingafjórðungs um árangur athugana
vðar“.------
Upphæð styrks þess, sem mér var
veittur í þessu skyni var 2000 kr. og
mun flestum sýnast að sú upphæð nægi
lítið til langdvala erlendis, en til þess
að fullnægja fyrirmælum erindisbréfs
míns bókstaflega myndi þurfa langan
tima.
Ilér á eftir fer skýrsla mín um árang-
ur fararinnar.
I. Samvinna fiskimanna i Danmörku.
Elstu sölusamlög fiskimanna munu
vera um 20 ára gömul í sinni núverandi
mynd. Af fiskifélögum sjómanna er eg
bafði spurnir af er félagið fyrir Frederi-
cia og nágrenni elst, stofnað 19. fel)r.
1911. Alls eru á Jótlandi starfandi 11
samvinnufélög sjómanna. Flest félögin
beina einkum starfsemi sinni að fisk-
sölunni, bæði innanlands og' utan, en
sum félögin liafa líka smásölu
Til þess að ná betri kaupum á ýmsu
því er lýtur að fiskiveiðum hefir verið
stofnað í Fredericia fyrirtæki er heitir:
„De Danske Fiskeres Fællesindköb"
(Saminnkaup danskra fiskimanna). Er
það stofnað með smáum hlutum frá
sjómönnum, 50—100 kr. og að nokkru
með láni frá ríkinu.
Nokkur af félögum þeim, sem stofn-
uð liafa verið á Jótlandi hafa hætt