Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1929, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1929, Blaðsíða 30
22 ÆGIR Komi fyrir tap vegna útlána lil fé- laga, eru félagsmenn í sameiginlegri á- bvrgð. Lán má innheimta með fjár- námi. Komi fyrir tap vegna útlána til félaga, greiðir lánssjóður atvinnuveg- anna 5%. í 5. gr. er ákveðið: Að landbúnaðarráðuneytið geti eftir samráði við fjármálaráðherra stöðvað starfsemi félaga þegar vextir eða af- horganir til lánssjóðs atvinnuveganna eru ekki greiddir á réttum gjalddaga, eða þegar félög' að hans áliti ekki leng- ur uppfvlla skilyrði laganna eða ekki <er stjórnað eftir samþyktum félagsins eða misfellur eru á stjórnarstörfum. í siikum tilfellum ákveður fjármálaráð- herra um skuldbindingar félagsins. Þetta eru lielstu ákvæði laganna og hefi ég getið þeirra liér vegna umræða þeirra, sem þegar hafa orðið um at- vinnurekstrarlán hér á landi. Lán til fiskiveiða í Danmörku liafa verið veitt, samkvæmt skýrslu sendi- herra íslands: 1 !)2(i ........ 357.400 kr. 1927 ........... 362.200 Niðursuða á fiski er að vonum lítil i Danmörku. Stærri niðursuðuverksmiðj- ur aðeins í Kaupmannahöfn, Kerte- minde og Esbjerg, sem þó munu aðeins fvrir markað innanlands. Ekki kvntist ég' verksmiðjum þessum, en ekki er Játið mikið yfir starfsemi þeirra og kvarlað undan liinum miklu verð- breytingum sem eru á sölu nýs fiskjar, einkum í Þýskalandi. Af viðtali því er ég átti við danska fiskimenn virðist mér einsætt, að félags- álnigi þeirra sé yfirleitt góður, enda löngum til Dana jafnað sem samvinnu- nianna. Allir þeir fiskimenn sem ég náði tali af töldu sölusamlögin eitthvert mesta happaspor og létu einnig mikið af gagni lána samkvæmt hinuni nýju lögum, sem hér hefir verið lýst. Þótt Danir séu ekki taldir miklir fiskimenn og fiskiveiðar þeirra hafi Jitla þýðingu í samanburði við okkar íslendinga, liafa þeir verið meiri um- bótamenn um löggjöf fyrir fiskimenn en aðrar nágrannaþjóðir þeirra, svo að vakið hefir eftirtekt annara þjóða og að jafnvel Japanar hafa sent menn til Danmerkur til þess að kvnnast löggjöf þeirra á þessu sviði. II. Samirinna fiskimanna i Noregi. Frá liendi þings og stjórnar var fyrst vtt við þvi máli 1919—1920. Var 1920 skipuð 8 manna milliþinganefnd til at- hugunar um mál þessi, þannig a'ð nefnd sú er skipuð var 6. ág. 1915 til þess að atlniga skilvrði fvrir stofnun fiskiveiða- banka i Noregi var aukin 4 mönnum; kallasl nefnd þessi samvinnunefndin og skilaði ýtarlegu áliti í mars 1922, sem eg sendi hér með. Er þar margan fróð- leik að finna hæði um samvinnu fiski- manna í Noregi og öðrum Norðurálfu- löndum. Aliti nefndarinnar fylgir: 1. Frumvarp að samþyktum fyrir inn- kaupsfélög fiskimanna; 2. Frumvarp að samþvktum fyrir sölu- og' verkunarfélög; 3. Frumv. að samþyktum fyrir sam- lagssölu fiskimanna; I. Frumv. um viðauka við lög 1. ág. 1919 um fiskiveiðabanka Noregs (um lögákveðinn stuðning til sam- vinnufyrirtækja norskra fiski- manna). Til þess að bankinn veiti lán er eftir- farandi sklyrða krafisl: 1. Að Samkaupafélög séu niynduð af smærri félögum, þar sem félagar hafi sameiginlega ábyrgð fyrir skuldbindingum félaganna. Þó mega

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.