Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 4

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 4
138 ÆG.IR að ekki þarf orðum að að eyða. Þegar „Ægir“ var lagstur, skamt frá Geirs- hólma, voru veitingar fram bornar. Undir borðum var sungið hið snjalla kvæði Þorsteins Gislasonar, sem birt er hjer í blaðinu, en því næst bauð dóms- málaráðherra gestina velkomna, lýsti í fáum, ljósum dráttum baráttu íslend- inga fyrir því, að taka landhelgisgæsl- una i sínar hendur, og mintist þeirrar miklu þýðingar, sem það hefði út á við, fyrir sjálfstæðsbaráttu þjóðarinnar, að íslendingar ættu sjálfir og rækju strandgæsluskipin, sem sigldu undir ís- lenskum fána, mönnuð íslendingum. Ráðherrann fór siðan nokkrum orðum um varðskipið nýja, hve á allan hátt var til þess vandað, svo að það upp- fyllir allar þær kröfur, sem hægt er að gera til slíkra skipa nú á dögum. Skip- ið kvað hann liafa orðið dýrt, upp undir eina miljón króna; að visu myndi skipið hafa orðið um 100 þús. kr. ódýr- ara, ef það hefði ekki verið smiðað sem mótorskip, en einmitt fyrir það mundi sparast mörg þúsund krónur á ári á rekstri þess. Ráðherrann þakkaði loks öllum þeim, sem lagt höfðu hönd að því að ísland hefir eignast þetta vand- aða varðskip. Var síðan drukkin skál „Ægis“. Undir borðum mæltu og nokk- ur orð Magnús Torfason sýslum., forseti Sameinaðs Alþingis, og Karl Einarsson fyrv. sýslumaður. Að snæðingi loknum hleypti skipstjóri af tveimur línubyss- um, sem „Ægir“ er útbúinn með, ef á hann er kallað til björgunarstarfsemi. Gestirnir skoðuðu skipið hátt og lágt, og luku menn lofsorði á það einum rómi, hve útbúnaður allur virtist full- kominn og skipið fagurt og vistlegt, ekki síst vistarverur skipshafnar, sem eru óvenjulega bjartar og rúmgóðar. Allmargir gestanna voru fluttir út í Geirshólma, og klifu upp á Hólmann. Að þvi loknu var haldið til Reykjavík- ur aftur og komið þangað um mið- nætti. Var förin að öllu leyti hin á- nægjulegasta. „Ægir“ er fallegt skip; er hann 170 feta langur, 29% fet á breidd, dýptin 17% og vjelin hefur 1300 hestaöfl. Skipið er hitað með rafmagni, hefur fullkomna miðunarstöð og hraðamæli af nýjustu gerð, sem er hið mesta þing. Auk þessa eru á skipnu tvær 75 cm. fallbyssur, tveir öflugir Ijóskastarar, dráttaráhöld og dælur. Ættu þau björg- unaráhöld að koma að góðum notum, þar sem staðhættir leyfa, að varðskip- ið geti nálgast svo strandað skip, að þeim verði komið við. Varðskipsljóð. Nú er framfara tíð, yfir fjörðum og hlíð leikur fjörblær, sem drunganum bægir. Aftur Ingólfs um jörð halda Æsirnir vörð. Hér er Þór, hér er Óðinn og Ægir. Skjótt vex þjóðinni þor er hið vaknandi vor fær til viðreisnar kraftana gefna. Fylgi hamingjan heið, greiði gæfan þeim leið, sem til gróðurlands óskanna stefna. Blátt og blikandi haf okkur alfaðir gaf með þeim eilifu framtíðar vonum. Viði, voldugi sjór, fagur, sterkur og stór, vertu aflgjafi tsalands sonum. Þ. G.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.