Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1929, Page 7

Ægir - 01.07.1929, Page 7
ÆGIR 141 á að greinin ætti ekki heima í „Ægir“. En ég kaus að lesa ekki eða svara greininni þá. Við sátum þá saman á fundi yfirfiskimatsmanns, tíminn var naumur, og ég áleit það engan ávinn- ing fyrir samvinnu okkar þar að taka upp deilur um mál, sem vel gat beðið. Þjer hefur nú tekist að rita grein þessa svo, að ég hef orðið þess var síð- an hún kom út, að ókunnugir menn halda, að við eigum einhverjar illsakir saman. Þetta þykir mér leitt, af því að samvinna okkar og kunningskapur hef- ur verið í besta lagi. En orð og andi greinar þinnar er þannig úr garði gerð að þessi skilningur liggur mjög nærri. Það verður að minsta kosti ekki sagt að greinin sé „kollegial". Þú berð mér t. d. á brýn að ég hvetji menn til þess að framleiða svikna vöru, og ákallar atvinnumálaráðuneytið til þess að taka fyrir kverkarnar á þessari glæpsamlegu viðleitni minni, náttúr- lega með sjerstöku tilliti til þess að ég er yfirfiskimatsmaður, þú reynir svo að sanna þetta með forsendum, sem þú býrð til fyrir tækifærið. Ég býst nú ekki við að það hafi verið tilgangur þinn að rægja mig eða ærumeiða, heldur hafi þér tekist ritfimin svona óhönduglega, og af því ég veit að þú verður að láta þessi ummæli í minni pokann, þá get ég sleppt að fara lengra á þær sóknir að sinni. Svo hefur lika tæp tuttugu ára starfsemi mín sem yfirfiskimatsmaður og nokkur þátttaka í opinberum mál- um, smámsaman hert húð mína svo að hún þolir talsvert, en mér finst þetta óneitanlega koma úr hörðustu átt. Ég vil heldur ekki breikka bilið á milli okkar með því að svara þér eins og þú hefur stofnað til. Ég skrifaði ekki grein mina í 3. tbl. Ægis sem neina „agitation“ eða með- mæli hvorki með kassasöltun að pæk- ilsöltuðum fiski, eins og þú vilt vera láta. En ég skýrði blátt áfram frá til- raun, sem ég gjörði til þess að komast að raun um hve mikill hagur gæti orðið að þessari söltun, og gjörði hana kunna, svo að þeir gætu haft kennar not, sem ekki þektu hana áður. Þessi tilraun kostaði mig, auk vinnu minnar, 624 krónur en af því hefur Fisldfélagið bætt mér 400 krónur, sem það vitanlega þurfti ekki að gjöra, því fyrirfram var ekkert á það minst. Áhugi minn um þetta hefur auk þess borið þann ár- angur, að þú hefur skrifað svona lof- samlega um tilraunina. Ég lýsti því allýtarlega hvernig ætti að kassasalta fiskinn, svo að hann yrði góð vara, og skal ábyrgjast, að sé þeirri forskrift fylgt, þá mundir þú ekki geta neitað að meta fiskinn til útflutnings. Þú segir aftur frá hvernig mislukkuð söltun fari fram norður í Eyjafirði, og segir að fiskurinn skemmist við þá söltun. Þetta er líklega eitt af því fáa, sem er rétt í grein þinni. En svo kemur þú með þá fölsku forsendu fyrir árás þinni á mig, að af því fiskur skemmist við vitlausa söltunaraðferð norður þar, þá muni hann líka skemmast við sölt- unaraðferð, sem er orðin þaulreynd, og á ekkert skylt við aðferðina, sem þú ert að lýsa. Reyndar ert þú að reyna að gjöra líkinguna sem mesta, með þvi að nefna kassa í sambandi við hana, en þeir eru nú notaðir til svo margs. En heldurðu annars að Eyfirðingarnir þínir hafi umsaltað fiskinn, fyrst hann varð svona átakanlega slæmur? Það er reyndar eins og þig gruni að kassasöltunarreglurnar, sem þú kennir við mig, geti verið góðar, en þú fullyrð- ir bara, að þeim muni aldrei verða fylgt. Ég þekki meira en þú virðist

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.