Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1929, Page 12

Ægir - 01.07.1929, Page 12
146 ÆGIR felli, hvort pækilsmettaður eða á annan hátt skemdur fiskur, sé útflutningshæf- ur eða ekki, og höfum orðið aS gjöra þaS án sérstakrar auglýsingar aS hendi. En hún bannar t. d. alveg ótvírætt aS gefa matsvottorð með pældlsöltuðum steinbit eða karfa til Portugal eða Miðjarðarhafsins, og til þessara landa er bannað að senda fisk án matvott- orðs. Ég er þó viss um að væri hægt að finna markað fyrir ýmsar ódýrari fisktegundir á þann liátt, að senda þær pækilsaltaðar í tunnum, þá væri það vel þess virði, að auglýsingin væri numin úr gildi, eða að minsta kosti endur- skoðuð. Þetta er nú orðið langt mál, Ásgrím- ur minn, og nú vil ég að lokum að eins bæta þessu við: Ég ræð þér til að prófa kassasöltun samkvæmt fyrirsögn minni, og ef þú skyldir finna hvöt hjá þér til þess að skrifa eitthvað um hana á eftir, þá er ég reiðubúinn til þess að ræða málið frekar við þig. En ef þér sýnist réttara að eyða orku þinni og skapi til þess að skrifa um þetta á svipaðan hátt og áður, og án þess að hafa kynt þér nokkuð, það, sem þú ert að skrifa um, þá svara ég því ekki aftur. Og vertu svo blessaður. Sveinn Árnason. ATH. Þrátt fyrir það þó ofanrituð grein hr. Sveins Árnasonar fari sumstaðar nokkuð utan hjá efninu þá þykir Ægi samt ekki ástæða til að neita henni upptöku, þar sem grein sú, í 3. tbl. Ægis, sem bún er svar við, var all- óvægin og ekki alstaðar nægilega rök- studd. Það er mjög lofsvert og i sam- ræmi við störf yíirfiskimatsmannanna, að þeir geri tilraunir með nýjar verk- unaraðferðir, og gefi almenningi þær upplýsingar, sem þeir álíta að megi koma að notum, enda á það að vera eitt af störfum fiskimatsmanna að fræða fiskframleiðendur um meðferð á fiski, frá því hann kemur úr sjónum og þang- að til hann er orðinn hæf markaðsvara og hefur því miður verið gert of lítið að því atriði hingað til. Þó að yfirmats- mennirnir séu ekki sammála í einstök- um atriðum, er ekki ástæða fyrir þá af þeim ástæðum að hlaupa i hárið hver á öðrum, heldur er fylsta ástæða að rannsaka það atriði, sem um greinir með áframhaldandi tilraunum áður en því er slegið föstu, að það sé ónothæft. Ritstjórinn. Yfirlit yfir útgerðina í apríl 1929. í veiðistöðvum talið með sól frá Vest- mannaeyjum að Stykkishólmi voru 43 togarar og á þeim 1346 menn, 23 línu- gufuskip, á þeim 406 menn, vélbátar 12 smálestir og stærri, 119, á þeim 1187 menn, vélbátar minni en 12 smálestir 70, á þeim 560 menn, opnir vélbátar 146, á þeim 897 menn, róðrarbátar 15, á þeim 80 menn. Samtals skip og bátar kl6 með W6 mönnum. Talið frá Patreksfirði að Sléttuhreppi, 2 togarar, á þeim 64 menn, vélbátar, 12 smálestir og stærri 28, á þeim 326 menn, vélbátar minni en 12 smálestir, 52, á þeim 346 menn, opnir vélbátar 43, á þeim 166 menn, róðrabátar 27, á þeim 108 menn. Samtals skip og bátar á þessu svæði, 152 með 1010 mönnum. Svæðið Siglufjörður til Húsavíkur, — 2 vélbátar, 12 smálestir og stærri, á þeim 16 menn, 41 vélbátur minni en 12 smálestir, á þeim 164 menn, 11 opn- ir vélbátar, á þeim 23 menn. Samtals bátar 5h með 203 mönnum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.