Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 14

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 14
148 ÆGIR liggja, skulu safna greinilegum skýrsl- um um öll lendingar- og leiðarmerki fyrir verstöðvar innan lireppsins og fyr- ir þá staði, sem opnir bátar leita lend- ingar á, þegar brim eða veður gerir þeim óldeift að lenda i verstöð sinni. Verstöðvar, sem áður liefir verið stundað útræði frá, en nú eru niður lagðar eða útgerð ekki stunduð frá lengur, skulu taldar með skýrslum þess- um, að svo miklu leyti sem lendingar eru þar nothæfar sem neyðarlendingar. 2. gr. Skýrslur þessar skulu sendar vita- málastjóra svo fljótt sem auðið er, og í síðasta lagi 6 mánuðum eftir að lög þessi öðlast gildi. Lendingar- og leiðar- merkjum má ekki breyta frá því, sem auglýst hefir verið, nema með sam- þykki vitamálastjóra. 3. gr. Vitamálastjóri semur greinilega skrá vfir öll lendingar- og leiðarmerki eftir skýrslum þeim, sem honum berast. Skrá þessi skal prentuð í sambandi við „Skrá yfir vita og sjómerki á lslandi“ eða gefin út sérstök eins oft og ástæða er til, en viðbætir árlega, ef einbver breyting verður á árinu. 4. gr. Sé um verstöð að ræða, þar sem eig- andi eða ábúandi tekur uppsáturs- eða viðlegugjöld af bátum þeim, er þaðan stunda róðra, ber þeim, er uppsáturs- gjöldin taka, að annast uppsetningu og alt viðhald lendingar- og leiðarmerkja. Sé ekki tekið uppsáturs- eða viðlegu- gjald, kostar hreppssjóður uppsetningu og viðhald nauðsynlegra merkja. 5. gr. Nú er verstöð lögð niður eða hætt að stunda útræði þaðan, og ber þá hrepps- sjóði að annast alt viðhald merkjanna, að svo miklu leyti sem lendingarnar eru notbæfar sem neyðarlendingar. Sama gildir um verstöðvar eða lend- ingar, sem áður eru lagðar niður og þar sem merkin eru týnd eða liafa hrunið; þar ber hreppsnefnd í samráði við vita- málastjóra að sjá um uppsetningu nýrra inerkja á kostnað hreppsjóðs, að svo miklu leyti sem ástæða er til, að áliti vitamálastjóra. 6. gr. Nú er eitthvað af leiðarmerkjunum hús eða húsgafl eða því um líkt, og er þá bannað að rífa það, breyta eða færa úr stað nema þvi aðeins, að annað greinilegt merki sé sett í staðinn i sam- ráði við vitamálastjóra. 7. gr. Bannað er að byggja hús eða mann- virki, er skyggi á leiðarmerki frá sjón- um yfir þann boga sjóndeildarhrings- ins, sem því er ætlað að sýna lending- una eða innsiglinguna, og hæfilega langt til beggja handa, og getur lirepps- nefnd látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess, ef brotið er á móti þessu. Ákvæði þessarar greinar ná þó ekki til eigenda eða umráðamanna ver- stöðva, sem annast viðhald merkjanna samkv. 4 gr., enda setji þeir upp önnur merki ekki ógreinilegri en þau, er fyrir voru, i samráði við vitamálastjóra. 8. gr. Vitamálastjóri hefir eftirlit með, að merkjum þeim, sem hér um getur, sé rétt lýst og þeim sé lialdið við. Nú van- rækir sá, er viðhaldsskylduna liefir, að halda merki í viðunandi standi, og er

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.