Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 15

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 15
ÆG I R 149 þá vitamálastjóra heimilt að láta, að undangenginni aðvörun með hæfilegum fresti, framkvæma það á kostnað hans. Slíkan kostnað má taka lögtaki. 9. gr. Þegar breyting á lendingar- og leið- armerki hefir verið gerð, auglýsir vita- málastjóri hana á viðeigandi hátt, og tilkynnir hana sérstaklega oddvitum þeirra hreppa, sem næstir eru þeirri verstöð eða lendingarstað, er breyting- in er gerð á, ef búast má við, að bátar úr þeim hreppum kynnu að þurfa að leita þangað neyðarlendingar, og skal liver sá oddviti, er slíka tilkynningu fær, tafarlaust láta birta liana á þeim stað í hreppnum, þar sem alment er venja að birta tilkynningar eða fundar- boð, er almenning varða. 10. gr. Brot gegn lögum þessum varða 100— 500 króna sektum. 11. gr. Með brot á lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. Samþykt á Alþingi 27. april 1929, Selveiðar Norðmanna 1928. Þátttaka i selveiðum hefur undan- farandi ár minkað að mun og er margt, sem dregið hefur úr áhuga manna, er um ferðir til veiða norður i liöf, ræðir. Peningavandræði og hinn mikli skipa- missir í ísnum gjörði nálega ókleift að gjöra út skip til selveiða, því ærna pen- inga þurfti til að útbúa skipin og þau urðu að vera sterk og í góðu ásigkomu- lagi, til þess að þola það, sem þeim verður að bjóða á hinu hættulega svæði þar sem veitt er og útivist má áætla 2r—3 mánuði og jafnvel meira, skotfæri, önnur veiðiáhöld og fæði handa mörgum mönnum er dýrt. Auk þessa verður að greiða skatt til Rúss- lands fvrir hvert það skip, sem stundar veiðar í Hvítahafinu og þar liafast flestir við. Við þetta bættist, að verð aflans var lágt, árin 1927 og 1926 og útlit á því i bvrjun hvers veiðitíma ekki glæsilegt. Samkvæmt opinberum skýrslum voru 125 skip gjörð út til selveiða, 1928, af þeim voru 43 gufuskip og 82 mótorskip; eru það 20 skipum fleiri, en gjörð voru úr árið 1927, en færri, en fóru til veiða árin 1926—1925 og 1924. Flest voru skipin árið 1925, þá fóru 160 til sel- veiða, 1924, 154 og 1926, 135 skip. Vegna hinna miklu skipatjóna undanfarandi ár má vart búast við að flotinn i bráð, nái tölu áranna 1925 og 1924. Að láta smíða ný skip til selveiða, hefur ekki svarað kostnaði, með verði því, sem á afurðum hefur verið og útlit er fyrir að verði. Netto smálestatala allra veiðiskip- anna árið 1928, var 5202 en 4766 smá- lestir 1927. Á öllum skipunum voru samtals 1587 menn. Meðaltala þeirra, sem á selveiðaskipum hafa unnið árin 1924—28 hefir verið hvert árið 1677 menn. Árið 1928 verður selveiðurum minnis- stætt. ís var mikill í Hvítahafinu, vest- an og norðvestan stórviðri voru að heita mátti allan tímann, sem skipin voru þar, frá því í byrjun mars, ísinn þrýsti svo að skipunum, að daglega lá við, að þau brotnuðu og 21 skip voru vfirgefin, ónýt eftir þrýsting íssins en menn munu allir hafa komist af. Gufu- skipið „Michael Sars“ sótti skipbrots- menn og flutti þá heim. Skip þau, sem

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.