Ægir - 01.07.1929, Side 18
152
ÆGIR
ast fyrir fiskinn, enda oft af fjárhags-
legum ástæðum nauðbeygðir til að selja
á þeim tíma, að altaf er hætta á, að
verðið fari óþarflega lágt niður.
Útflutningur frá Noregi og fiskbirgðir
1929
tíirgðir 1. janúar 1929 11,320,000 kg.
Saltað á árinu ........... 48,000,000 —
59,320,000 kg.
Útflutt frá 1. jan. til 6.
júli 1929 ................ 28,859,188 kg.
Birgðir 8. júni 1929 . . 30,460,812
1928
Birgðir 1. janúar 1928 8,000,000 kg.
Saltað á árinu ........... 35,000,000 —
43,000,000 kg.
Útflutt frá 1. jan til 6.
júlí 1928 ................ 20,141,218 kg.
Birgðir 8. júli 1928 . . 22,858,682 —kg.
Samkvæmt þessu hafa Norðmenn
flutt út i ár sem svarar nærri 9 þús.
smálestum meira en í fyrra, miðað við
fullverkaðan fisk.
Aftur á móti hefir útflutningur oklc-
ar ekki numið meiru frá 1. jan. til 1.
júli i ár en 26,709,380 kg. miðað við
fullverkaðan fisk á móti 30,078,106 á
sama tíma í fyrra, en næstu mánuði
er útlit fyrir töluverðan útflutning, enda
hefir verðið hækkað töluvert síðara
hluta júlímánaðar og mun nú vera
borgað sem svarar 115—118 kr. fyrir
skpd. til útskipunar i ágúst og septem-
ber og 120 fyrir afski])un í október.
K. B.
Símskeyti frá fiskifulltrúaa á
Spáni dags. 16. júlí 1929.
Birgðir áætlaðar 1000 smálestir, sala
greið, hámarksverð 85 pts. lækkandi
Newfoundlandi.
Skýrsla dags. 17. júlí.
Viðvikjandi markaðsástandinu er
þetta að segja.
Barcelona. Eftirspurnin hefur lík og
venjulega á þessum tíma árs, þó ef til
vill í frekar daufara lagi, þangað til nú
síðustu dagana að hún hefur aftur
aukist.
Færeyjafiskur Mauritzens í Leith,
sem i skeyti mínu dags 23. f. m. var
getið um að menn óttuðust að sendur
yrði hingað i umboðssölu, var sem
betur fer seldur til Bilbao. Búast menn
hér því ekki lengur við neinum slíkum
umboðssendingum hingað.
í gær lækkaði matvælanefndin há-
marks-heildsöluverð sumra fiskinnflytj-
endanna lijer niður í 85 peseta, er mið-
ist við það, að cifverðið hafi verið 35
shillings. Þar sem nú hingað hefur ver-
ið seldur fiskur lægra verði en þetta,
má búast við að matvælanefndin lækki
hámarksverðið eitthvað meir. Hækkar
hún það svo aftur þegar dýrari fiskur
kemur. Þetta heildsölu-hámarksverð
nefndarinnar fer algjörlega eftir cif-
söluverðinu á hverjum tíma, eins og jeg
hefi skýrt frá áður. Jafnframt því að
lækka hámarksverð heildsalanna, lækk-
aði nefndin líka í gær hámarksverð
smásalanna. Mætir sú Iækkun mikilli
mótspyrnu af þeirra hálfu og ætla þeir
að senda nefnd til stjórnarinnar i Mad-
rid til þess að reyna að fá því breytt.
Hefi jeg ekkert- símað um þetta, þar
sem óvíst er, hvað úr verður, eða hvaða
álirif kann að hafa á markaðinn.