Ægir - 01.07.1929, Side 23
ÆQIR
157
Síldveiðin 1929.
13. júlí 1929: Vestfjarðaumdæmi 30.666 hl. bræðslusíld
Siglufjarðarumdæmi 18.786 — —
Akureyrarumdæmi 4.200 — —
Samtals 13. júli 1929 53.652 hl. bræðslusíld
— 14. — 1928 47,550 — —
— 16. — 1927 81.117 — —
20. júlí 1929: Vestfjarðaumdæmi 77.033 hl. bræðslusíld
Siglufjarðarumdæmi 56.099 — —
Akureyrarumdæmi 42.750 — —
Samtals 20. júlí 1929 175.882 hl. bræðslusíld
— 21. — 1928 99.349 — —
— 23. — 1927 204.759 — —
27. júlí 1929: Vestfjarðarumdæmi 111.449 hl. bræðslusíld
Siglufjarðarumdæmi 76.089 — —
Akureyrarumdæmi 68.250 — —
Samtals 27. júlí 1929 255.788 lil. bræðslusíld
— 28. — 1928 207.753 — —
— 30. — 1927 251.604 —
Skrumauglýsing.
Árið 1912 hafði ég unnið i Viðey í
5 ár og ekkert sumarfri fengið, en um
vorið það ár samdist svo um, að ég yrði
vikutíma í Varmadal í Mosfellssveit,
einhvern tíma um sumarið. Eg hafði þá
verið giftur í 4 ár og var búsettur í
eyjunni. Vildi þá svo til, að ég las aug-
lýsingu einhvern dag i maímánuði, sem
mér leist vel á, einkum voru það 80
ónefndu hlutir, sem freistuðu mín, því
ég bjóst við, að það væru einhver
nauðsynleg búsáhöld, sem ætið koma
sér vel. Las ég auglýsinguna vandlega
og skrifað síðan pöntun, en auglýsingin
hljóðaði þannig:
„1 mjög vandað gull-double vasaúr
(ankergangur), gengur i 36 tima, á-
byrgst að gangi rétt í 4 ár. 1 príma
peningaveski úr leðri. 1 gull-double úr-
festi. Vandaðir hnappar i skyrtu og
mancliettur, með patentlás. 1 hringur,
slifsisnæla, kvennbrjóstnál — síðasta
gerð, 1 perluhálsband, skriffæri til að
hafa i vasa (prima), 1 mjög vandaður
vasaspegill i hylki og 80 hlutir nauð-