Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 3
ÆGIR
MÁNAÐARIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
25. árg.
Reykjavik. — Apríl 1932.
Stjórn Fiskifélags íslands. Á nýaf-
stöðnu Fiskiþingi voru kosnir i stjórn
Fiskifélagsins:
Forseti Kristján Berqsson, kosinn með
11 atkv.
Meðstjórnendur : Geir Sigurðsson, kos-
inn með llatkv., Dr. Bjarni Sœmundsson,
kosinn með 9 atkv.
Varaforseti Ólafur B. Björnsson með
6 atkv.
Varameðstjórnendur: Bankastjóri Jón
Ölajsson með 10 atkv. Skipstjóri Por-
steinn Porsteinsson með 8 atkv.
Starfsmenn Fiskifélagsins eru:
Skrifstofustjóri: Sveinbjörn Egilson,
Skrifstofumaður: Arnór Guðmundsson,
Fiskifræðingur: Árni Friðriksson og
Vélfræðiráðunautur: Þorsteinn Loftsson.
Nokkrar athugasemdir
um beitusíld.
AHir þeir sem nokkuð þekkja lil fiski-
veiða með linu, munu vera sammála
um, að beitusíld þurfi að vera góð
°g feit, þegar hún er tekin til frystingar,
°g vel með hana farið altaf frá því og
Þar til hún er komin í sjóinn, sem agn
á önglinum.
Fg hef beðið þess í langan tíma með
óþrej'ju að sjá einhvern skrífa eitthvað
um þennan þarfa en því miður mjög
dýra útgjaldalið þeirra skipa og manna,
sem línuveiði stunda. En allt og sumt
Nr. 4
sem ég hef séð um þetta eru tölur um
beitukostnað einstaka skips, og nefnd
hefur verið »Sívaxandi beilueyðsla« og
þetta hvorutveggja getað skilist þannig,
að fiskimönnum einum væri um að
kenna, en ég mun hér leitast við að sýna
að svo er ekki. Þó ég strax játi það, að
miklum mun stærra er skorið á öngul
hvern hér við Faxaflóa, heldur en gert
var t. d. á Vestfjörðum áður en línu-
veiði fór að verða jafnalmenn hér syðra
og hún nú hefur verið í nokkur ár.
Eg tel upp á að sá vöxtur beitueyðsl-
unnar, sem mætti segja að væri samkv.
kröfum formannanna, nemi allt að 3/s.
Þ. e. ef 100 lóðir (10.000 önglar) hefðu
áður verið beiltar með 100 kg., þá myndi
nú þykja ofsmátt skorið ef sama lína
væri beitt með minna en 160 kg. af sild,
þetta hvorttveggja miðað við það, að síld-
in væri klakalitil og óhrufluð á roði.
Menn munu spyrja, hvernig formenn
krefjist þess, að beitt sé svona stórt. Svar-
ið yrði líklega viða, að þeim þætti það
fiskilegra, einkum á þeim svæðum, sem
ekki þekkist smærri beituskurður en
þetta, og eftir því sem línan er digrari
og óþjálli, er hættara við að flókni með
mjög smárri beitu.
En hvernig er svo sildin, sem sjó-
mönnum er fengin í hendur til að beita
með allan þennan sæg af önglum, sér-
staklega hér við Faxaflóa ogVestmanna-
eyjar, þegar líður á vetur hvern. Hún
er mjög oft og viða í því ástandi, að
hún á ekki nafnið skilið heldur ætti