Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 5

Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 5
ÆGIR 91 síldina í upp- ogútskipun, ekki sízt þeg- ar að hún er tví og þriflutt áður en hún er tekin til notkunar. Eins myndu þess- ar umbúðir mjög mikið varna skemmd þeirri, sem alltaf verður, við að losa plöt- urnar í sundur í fyrsta geymsluklefan- um og svo við allan þann núning sem verður við færslurnar. Annars sýnist mér vera fremur auð- velt fyrir íshúseigendur hér við Faxaflóa að minnka mikið eða jafnvel hætta við að láta frysta sildina á Norðurlandi. Sildina má fá keypta ferska, sennilega fyrir sama verð á Vestfjörðum og á Norð- urlandi fyrir 5—6 kr. tunnuna og flytja bana ferska suður að því ishúsi sem að hún svo mætti vera kyr í, þar til hún væri tekin til beitingar. Aðferðin væri sú, að láta síldina í tunnur með snjó á milli þunnra laga, og svolitið af salti í hvert snjólag, myndi þá mega geyma sildina ískalda jafnvel í frostmarki, minnst 1--2 sólarhringa, en ekki þarf nema 20—25 klukkustundir til ferðalagsins á milli þessara staða, og hver 30 tonna bátur mun hæglega geta flutt 160 tn. í lest og á dekki. Tunnurnar þyrftu að vera með smá- götum á, svo að vatn það, sem úr snjón- um kæmi gæti runnið burtu, en þó að tunnur séu órúmlegri i lest heldur en kassar, þá hafa þær þann kost, að ekki þyrfti að leka úr einni i aðra svo sem verða myndi, ef kassar væru notaðir; einnig mætti »gefa á« þær á dekki án þess að sök kæmi. Snjór væri betri en is, því að það er þekkt að hann kælir skarpara til að byrja með og myndi ekki gera holur i sildina, svo sem harður is. Einnig gaeti hann orðið mjög ódýr, ekki sizt, ef snjógeymslukofar væru bj'ggðir uærri þeim bryggjum á Vestfjörðum sem síldarskipin fá afgreiðslu við, því að á öllum þeim stöðum hagar þannig til, að eklci þyrfti nema smávegarspotta milli snjóbirgis og bryggju. Eg veit að menn munu almennt geta séð mikinn peningasparnað við þessa ti 1- högun, og hverfa myndi margt af þvi, sem áður er áminnst, við flutning heð- síldarinnar. En eftir er að vita hvert að síldin gæti komið óskemmd til frysting- ar hér: ég tel víst að svo yrði, ef allrar vandvirkni væri gætt Sem íshúseigandi hér búsettur, myndi ég hiklaust reyna þetta, og sem fiskimaður er ég alveg ó- hræddur um óbreyit aflaföng, þó að ég þyrfti á næsta vetri að nota svona flutta síld til beitu, einasta að allrar vandvirkni væri gætt, og sildin væri jafn feit og fersk tekin í tunnurnar, eins og hún oftast er tekin í frystir á Norðurlandi. Að endingu vil ég biðja ykkur fiski- menn og útgerðarmenn að athuga það vel, hversu miklum peningum þið kast- ið árlega að óþörfu, vegna þess hvernig að beitusildin ykkar oft er, þegar hún, kemur að beitingarborðinu, og verið sam- taka um að láta ekki lengur selja ykk- ur klaka og sundurtætta sild til beitufanga. Það hefur sýnt sig minnsta kosti á ísa- firði, aðsíld er hægt aðgeyma óskemmda frá hausti og langt fram á vor, einnig hef ég tekið á móti fallegri síld hér að vori til, en hún var í þykkri klaka- brynju. Guðm. P. Guðmundsson. skipstjóri. London, 23. apríl 1932. Botnvörpungur ferst. Fregn frá Barry i Suður-Wales hermir, að spánverski botnvörpungurinn »Ulia Mendi«, hafi rek- ist á sker þar við ströndina og sokkið á skammri stundu. Óttast menn að meg- inþorri skipsmanna hafi farist. Tveimur skipsmanna var bjargað og eru þeir komnir til Barry.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.