Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 6

Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 6
92 ÆGIR Skýrsla erindrekans í Norðlendingafjórðungi fyrir jan.—marz 1932. Það er nú eins og vant er, að frá litlu markverðu er að segja af sjávarútvegin- um hér hjá oss, fyrstu mánuði ársins og þó því fremur nú, en nokkru sinni áð- ur, sem erfiðleikar og fjárhagsvandræði eru stórfeldari og tilfinnanlegri en áður hefur þekkst, um langan tima. Þetta er svo alkunnugt, að óþarlt virðist að gera þar um langt mál. — Þó verður ekki hjá því komist, að nokkru leyti i sam- bandi við sumt er hér fer á eftir, að drepa á það, að fjárhagsleg afkoma sjáv- arútvegarins hér nyrðra eftir síðast ár með þess mikla atla, er svo bágborin, að fjöldi manna var og er í stökuslu vandræðum með að geta haldið útgerð sinni áfram, svo að allt verður að takmarka sem mest, jafnvel kaup á nauðsynleg- ustu veiðarfærum, hvað þá heldur um- bætur á bátum, skipum og öðrum veiði- tækjum. Að þvi er árið 1931 snertir, er hvorki um að kenna aflaskorti né heldur gengd- arlausum tilkostnaði við útgerðina, þó hann hins vegar vafalaust hefði getað verið minni, á sumum sviðum, meðjöfn- um árangri, því kostnaður hafði alment minkað mikið frá því, sem undanfarið hafði tiðkast. — Það er hin hraklega sala á mestöllum fiskinum, eða þeim hluta hans, sem settur var í umboðs- sölu, er þessu veldur og svo i þokkabót öll ráðsmennska Síldareinkasölunnar, sem út yfir tekur allt aunað. — Síldar- einkasalan, er þrengt var upp á þá menn er undir henni áttu að búa, annarsveg- ar og umboðssalan á fiskinum okkar hins vegar, hafa slegið úlgerð og afkomu norðlenzkra útgerðarmanna ogsjómanna þeim sárum, er seint munu gróa og aldrei ættu að gleymast. Fjórðungsþing fiskideilda Norðlendinga, er sat i nóv. sl., skildi þetta vel og tók til meðferðar ýms mál, er útgerðina varð- ar beint eða óbeint, þar á meðal ýmsa sparnaðarviðleitni og þau tvö mál, ernú voru nefnd. En þar sem fjórðungsþing- in engan veginn eru fulltrúasamkonia allra útgerðarmanna og sjómanna á fé- lagssvæðinu, af því þeir eru ekki allir i fiskifélagsdeildunum, taldi þingið sig ekki bært um að gera verulega ákveðnar til- lögur eða bindandi ráðstafanir fyrir út- gerðarmenn og sjómenn í heild og af- réði þvi, að boða til almenns fulltrúa- fundar í janúar, sem svo var haldinn og sóttur af fulltrúum víðsvegar að úr fjórð- ungnum. Fundurinn gerði ýmsar samþykktir um sparnað við útgerðina, breytti nokk- uð ráðningarkjörum og kauptaxta frá því, sem verið hafði árið á undan, og viðvíkjandi fisksölunni, fordæmdi fund- urinn með öllu, alla umboðssölu, og á- kvað að reyna að koma á fót skipulags- bundnum sölusamlögum i hverri veiði- stöð, og ailsherjarsambandi fyrir allan fjórðnnginn um sölu á söltuðum fiski, í hverri. mynd sem er, og ennfremur á nýjum fiski til útflutnings í kæliskipum, þá tima ársins, er við ælli. Nefud manna, kosin af fulltrúafund- inum, vann svo að samning lagaupp- kasts fyrir sveitasamlögin og fyrir Sam- band samlaganna. — Þessi plögg voru svo send fjölriluð til allra veiðistöðva fjórðungsins, með áskorun um að senda skrifleg svör, innan siðuslu mánaðamóla. — Mér vitanlega hafa engin slík svör borist nefndinni, en í þeim veiðislöðv- um er ég hef heimsótt síðan, hafa menn að visu fúslega jálað og viðurkent brýna nauðsyn þessa máls, en ekki treyst sér

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.