Ægir - 01.04.1932, Page 8
94
ÆGIR
laust með minna krafti en áður, af því
menn hliðra sér hjá öllum umflýjanleg-
um tilkostnaði. Og ekki veit ég til að
einn einasti dekkaður bátur hafi verið
byggður á þessum vetri og sama sem
ekkert af opnum vélbátum.
Millisild og smásíld hefur verið hér í
Eyjafirði í allan vetur, við og við, en
hefur ekki náðst nú um tíma. Aftur á
móti kom loðnu-hlaup hér í fjörðinn
fyrir nokkru, en varð að litlum notum.
Annars eru miklar birgðir af frosinni
síld á sumum frystihúsunum hér og á
Siglufirði, svo varla þarf að óttast beitu-
leysi í vor, þó ný beita brigðist, sem litl-
ar líkur eru til.
Akureyri 2. apríl 1932.
Páll Halldórsson.
Athugasemd.
Pratt fyrir það, þó stjórn Fiskifélagsins sé í
nokkrum atriðum ósammála skýrsluhöfundi,
þá hefur hún samt ákveðið að birta skýrslu
þessa, eins og aðrar skýrslur erindrekanna,
enda standa þær á ábyrgð höfundanna.
K. B.
Leiðsögubók
fyrir sjðmenn við ísland
Vitamálaskrifstofan gaf út
Útgáfunni lokið 15 desember 1931
Þannig er titill nýrrar bókar, sem á
bókamarkaðinn kom hinn 7. april 1932.
Er hér um að ræða bók, sem eigi að-
eins mun kærkominn gestur til sjó-
manna, heldur einnig um bók, sem
bráða nauðsyn ber til, að islenzkir sjó-
menn eigi kost á að eignast.
Það eru mörg ár siðan vitamálastjóri
Þorvaldur Krabbe fór að hugsa um, að
islenzk leiðsögubók væri eitt af því,
sem sjómannastéttina vanhagaði um, en
örðugleikar voru auðsæir og hafa reynst
svo, allann þann tíma, sem hin nýút-
komna bók hefur verið í smíðum og
því fremur ber að þakka það verk, sem
hér er unnið. »Den Islandske Lods«
hefur hér talsvert verið notaður og á-
valt verið talin góð eign þeirra sjómanna
okkar. sem skilja dönsku og geta lesið
hana, en hlutfallslega eru þeir ekki
margir og hefur því sú góða bók komið
að minni notum en skyldi, og verið í of
fárra höndum.
Hin danska bók hefur þó verið lögð
til grundvallar til »Leiðsögubókarinnar«
íslenzku, en hún um leið, endurskoðuð,
bætt og snúið á islenzku.
Að vandað hafi verið til bókarinnar,
sést bezt á nöfnum þeirra manna, sem
hr. Krabbe telur upp og aðstoðað hafa
við verkið, því vart mun auðið að hugsa
sér betri menn við það.
Hundruð sjómanna hafa lært stýri-
mannafræði hjá Guðmundi B. Kristjáns-
syni og vita það, að þar fer einn hinn
færasti siglingafræðingur okkar, Á sumr-
um er hann skipstjóri á vitaskipinu
»Hermóði« og mun á ferðum sínum
kringum land, hafa haft endurskoðun á
»Den Islandske Lods«, ávalt fyrir augum.
Finnbogi R. Þorvaldsson verkfræðingur,
hefur einnig verið á stöðugu ferðalagi
við mælingar og hafnargerðir undan-
farin ár, og um leið haft leiðsögubókina
í huga, grenslast eftir heitum örnefna
og fl. enda mun hann lærður vel á
íslenzka tungu. Það sem veðurstofustjóri
Þorkell ÞorkeLson lætur frá sér fara
á prenti, er viðurkennt að vera gott og
rétt, svo vel hefur Krabbe vandað til
aðstoðar þeirrar, sem hann hefur valið
við útgáfu bókarinnar.
Vel getur verið, að orð finnist i bók-
inni, t. d. örnefni, sem ekki líka eða eru
afbökuð, en slíkt má laga í næstu út-