Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1932, Síða 10

Ægir - 01.04.1932, Síða 10
96 ÆGIll að sækja á haf út og var mest af þeirri sild er hér veiddist, veidd úti á rúmsjó. Það hafði verið álit manna, að eigi væri unnt að veiða með herpinót úti fyrir Austfjörðum, vegna straums. Þetta reynd- ist nokkuð á annan veg. Að minum dómi er mun verra að fást við síldveiði í stór- straumi sumstaðar fyrir Norðurlandi, t. d. á Grímseyjarsundi og út af Skaga og jafnvel viðar. Ekki fyrir það, aðstraum- urinn sé minni fyrir Austurlandi, því að hann er þar áreiðanlega talsvert meiri, en svo virðist sem munur á yfirborös- straumi og straumnum niðri í sjó, það sem nótin nær, sé minni hér en þar, af hverju sem það kann að stafa. Það er aftur alkunna að mismunur á yfirborðs- straumnum og straumnum niðri i sjón- um, veldur aðalörðugleikunum við herpi- nótaveiði, þar sem straumur er. Sumar- síld sú er veiddist við Austurland, er yfirleitt nokkru smærri en síldin sem veiðist á sama tíma fyrir norðan ogsér- staklega fyrir vestan. Ekki gat ég þó séð veruiegan stærðarmun á stórsíldinni, er veiddist hér sumarið 1930og þeirri venju- legu sumarsild, er veiðist við Norður- land, austan Eyjafjarðar, en það sumar var síldin hér líka með stærsta og feit- asta móti. Það hefur ávallt verið svo, að sildin sem hér veiðist er af mismunandi stærð — eða margar stærðir. Verður þvi að aðgreina hana í 3—4 og jafnvel 5 flokka, þegar saltað er. Veldur þetta örð- ugleikum við söltunina, en aftur á mótí er það höfuðskilyrði að sildin sé vel að- greind. Þar sem ég tel að flokkun á síld hafi orðið framar öllum vonum hér í sumar, þá vil ég lýsa þeirri aðferðinni, er bezt reyndist. Hver stúlka, sem kverkar, hefur hjá sér mál, er segir til um stærðina. Er það fjöl með ofurlitlum gaffli á öðrum enda. Sé það talin stórsíld, sem er t. d. yfir 33 cm. þá er lengri hlið fjalarinnar 38 cm. Eigi nú að flokka sildina eftir 2 cm. stærðarmun, eins og gert var í sumar, þá eru settir stallar í fjölina eftir því mali, t. d.: 33—31—29—27 cm. og er þá styttri hlið fjalarinnar 27 cm. Smærri sild fer i sérstakan flokk. Þessi mál eru fest á barm sildarrennunnar, þannig að fjölin er ílöt. Þegar stúlkan sem kverkar tekur sildina í hönd sér til að kverka hana og ber hana yfir fjölina — með eðlilegu hand- bragði — við kverkun — þá sér hún fljótt hvort síldin nær 33 cm. Sé hún minni, þá verður að leggja hana á fjöl- ina. Annars venjast margar stúlkur mjög fljótt við það, að aðgreina síldarstærð- irnar eingöngu með augunum. Til þess, að vera enn þá öruggari um góða flokk- un, voru sérstakar stúlkur — alltaf þær sömu — látnar salta smærri tegundirn- ar. Höfðu þær einnig hjá sér mál og endurflokkuðu ef með þurfti. Þegar þessi aðferð er viðhöfð, verður að greiða víst fyrir að kverka í stampinn og sérstak- lega fyrir að salta i tunnu. Með þessu móti fæst góð flokkun um leið og salt- að er. Áraskifti eru á því hve mikið veiðist af hverri stærðartegund. Öll smærri síld- in var maga- og slógdregin og fínsöltuð, nema nokkrar tunnur af millisíld, er sendar voru til Kaupmannahafnar. Smærri síldin var yfirleitt feitari, mæld 22—24°/o. Sumarið 1931, var síld söltuð á Aust- fjörðum, sem hér segir: á Seyðisfirði 650 lunnur. - Norðfirði 369 — - Eskifirði 6959 — - Reyðarfirði 1609 — - Fáskrúðsf. 948 — Nokkuð af sumarsíld var fryst, eink- um á Fáskrúðsfirði og Norðfirði. Haustsíld Um miðjan nóvember kom síldarganga í Seyðisfjörð og nokkru sið-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.