Ægir - 01.04.1932, Síða 14
100
ÆGIR
hæfir á togara. Skipstjórinn er búsettur
í Reykjavík. Ávallt hefur verið ráðið á
skipið þar og þvi eðlilegt að skipstjórinn
ráði menn, sem hann þekkir og eru við
höndina, því að oftast munu vera nægir
um boðið í Reykjavík, þegar ráðið er á
togara. Skipið hefur líka raunverulega
verið rekið frá Reykjavík, þótt það hafi
haft heimilisfang á Eskifirði. hefur skipið
að eins komið hér haust og vor og mun
búsettum mönnum hér sennilega hafa
verið lítið meira keppikefli að vera á
Andra fremur en öðrum sldpum, efþeir
á annað borð þurftu að sækja atvínnu
í aðra landsfjórðunga. F*ar að auki er
mér ekki kunnugt um að Eskifjarðar-
sjómenn hafi sérstaklega átt kost á at-
vinnu á Andra. Margir Austfirðingar hafa
stundað atvinnu og stunda atvinnu á
togurum, en eðlilega ekki eins margir
eins og af Suður- og Vesturlandi, þar
sem togaraútgerð hefur verið rekin. Þótt
margir ágætir togaramenn væru á Vest-
urlandi áður en togaraútgerð var relcin
þaðan, þá er það eðlilegt: Vestfirðir eru
nær Reykjavík, en hið afskekkta Austur-
land. Ég þekki fjölda af sjómönnum úr
öllum landsfjórðungum og ég hjfgg, að
ekki sé með sanngirni hægt að gera upp
á milli manna um dugnað eingöngu eftir
því hvaðan þeir eru á landinu. Allstaðar
frá eru mennirnir misjafnir, en ég lít
svo á, að örðugleikar við sjósókn á Aust-
urlandi séu það miklir, að þeir ættu að
nægja til að skapa duglega sjómenn. í
sambandi við togaraútgerð á Austurlandi
vaknar eðlilega fyrst þessi spurning: Er
eins hagkvæmt að gera út togara frá
Austurlandi eins og öðrum landshlutum?
Um þetta eru deildar skoðanir. Aðal-
ástæða þeirra, sem á móti mæla togara-
útgerð á Austurlandi er sú, að skipin
veiði minna á saltfisksvertíð. Miða þeir
þá við að skipin veiði vetrarvertiðina á
Selvogsbanka og mundi þá tapast einn
túr vegna vegalengdar. Þetta ynnist upp
að nokkru á vorvertíð, en þó ekki að
öllu leyti. Þelta er frambærilegasta á-
stæðan. sem ég hefi heyrt frá þeirri hlið.
Ef borið er saman kostnaður við rekst-
ur togara frá Austurlandi og frá Reykja-
vík og að eins teknir þeir liðir sem eru
þekktir, þá verður kostnaðarmunur ekki
lítill. Mest slingur í augu kostnaður við
verkun á fiskinum. Árið 1931 varkostn-
aðarmunur á hverju skpd. sem h.f. Andri
lét verka hér og því sem það lét verka
i Reykjavik um 9 kr. Voru samningar
um víst gjald af skippundi fyrir að taka
fiskinn úr skipi í Reykjavík og skila hon-
um i skip aftur. Einnig liggja fyrir reikn-
ingar yfir hinn raunverulega koslnað
hér á því sama og þá kemur þessi mun-
ur í ljós.
Þá er munur á hafnargjöldum og vatni
eigi lítill.
Ekki er heldur hægt að ganga fram
hjá þvi, að mun meiri þyngd afþurfiski
fæst úr sama magni af saltfiski sé fiskur
verkaður hér. Um þetta atriði er fengin
svo mikil reynzla, að ekki verður með
réttu móti mælt.
Þá er það þegar viðurkennt, að þur-
fiskur verkast betur á Austurlandi, en
annarsstaðar hér á landi.
Að eins mismunur á kostnaði við verk-
un gerir meira en vinna upp þótt einn
túr tapist á vetrarvertið.
Nú er engan veginn vist, að togari
sem gerður er út frá Austfjörðum á vetr-
arvertið, þurfi að sækja fiskinn vestur á
Selvogsbanka. Það er vitað að fiskur er
fyrir suðausturlandi á sama tima. ís-
lenzkir togarar hafa ekki reynt að fiska
þar á vetrarvertíð, sem ekki er við að
búast, þar sem þeir hafa fisk á Selvogs-
banka þá og ástæðulaust að sækja fisk-
inn lengra en þörf krefur. Glögga tog-