Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1932, Side 15

Ægir - 01.04.1932, Side 15
ÆGIR 101 araskipstjóra hefi ég heyrt fullyrða, að alveg eins megi fiska austar en á Sel- vogsbanka á vetrarvertíð og mun þá bezta fiskisvæðið vera fyrir suðaustur- landi. Til ísfiskveiða fyrir togara, munu Austfirðir vera hentugasti útvegsstaður- inn á landinu. Er mun skemmra að sigla þaðan með fiskinn til Englands og svo veiðist venjulega á haustin fyrir Austur- landi þær fisktegundir, sem hentugar eru til sölu erlendis. Reynzla útlendra tog- ara bendir einnig til þess. Þegar litið er til: 1) aðslöðu austanlands til ísfiskveiða, 2) og þess að vorfiski eru talin bezt fyrir Austurlandi, 3) að sennilega má alveg eíns fiska fyrir suðausturlandi á vetrarvertíð eins og á Selvogsbanka, 4) að kostnaður við fiskverkun hér er miklu minni en í Reykjavik, 5) að meiri þurfiskþyngd fæst úr sama magni af saltfiski, 6) að fiskur verkast hvergi hér á landi betur en á Austurlandi, 7) að hafnargjöld, vatn og annar kostnaður er minni hér en við Faxaflóa, þá virðist mér rökrétt að draga þá á- lyktun, að ef togaraútvegur á rétt á sér nokkursstaðar á landinu, þá sé það ef til vill helzt á Austurlandi. — Annars er það mál, sem litt er rannsakað, en þyrfti rannsóknar við, hvaða útvegur á bezt við í hverjum landshluta eða veiðistað? Eg geri ráð fyrir að mönnum verði á að spyrja, hvort ekki sé fengin reynzla um togaraútgerð frá Austurlandi með út- gerð Andra. Þessu svara ég hiklaust neit- andi. Fullkomin reynzla fæst ekki í þess- um efnum, nema skipið sé algerlega gert ót héðan. Andri hefur að miklu eða mestu leyti verið gerður út frá Reykjavik. Hefur að eins lagt hér á land fisk á vorvertíð. Þegar félagið var stofnað, var áformið að leggja sem mest af fiskinum hér á land til verkunar. Liggja til þess ýms atvik að svo var ekki. Bæði mun það hafa verið svo, að forráðamenn fyrirtæk- isins töldu hag félagsins betur borgið með þvi að leggja nokkuð af fiskinum á land í Reykjavík, þótt þeir hafi aðra skoðun nú, og svo er skipstjóri búsettur í Reykjavík og mestöll skipshöfnin. Get- ur það valdið nokkru ef þessir menn telja ekkert vit í að gera skipið út frá öðrum stað en Reykjavík á vetrarvertíð. Nú er það vitað að sjómönnum þykir gott að koma keim til sín, t. d. kvænt- um mönnum til sinna kvenna og getur það varla talist móðgun við þá, þótt manni komi í hug, að þetta geti ráðið nokkru um það, hvern útgerðarstað þeir telja hentugastan. En aðalástæðan er þó sú, að félag eins og Andri, sem hefur átt við fjárhagsörð- ugleika að stríða eins og fleiri félög, verða að dans eftir pípu þeirrar láns- stofnunar, sem hefur líf þess i höndum sér. Er það þekkt saga, að örðugur fjár- hagur gerir það að verkum, að menn eru ekki fullráða gerða sinna og neyðast til að gera annað en þeir sjálfir telja hagkvæmt. Samanber: að Andri var leigð- ur síðastliðið haust gegn vilja hluthafa í útgerðarfélaginu. Afkoman. Þegar litið er yfir útveg Aust- firðinga árið 1931, dylst þeim það ekki sem til þekkja, að þetta er eitthvert lak- asta útgerðarár, sem menn muna. Um áramótin 1930, áttu Austfirðingar mestan sinn fisk óseldan, nema Seyð- firðingar, sem selt höfðu meiri hlutann af sinum fiski. Lenti hann því verðfall- inu sem þá varð. Voru menn þvi illa við búnir nýjum skakkaföllum. Par við bætist dæmafá aflatregða um veturinn,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.