Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 22
108
ÆGIR
Mannshöndin ein var orkulindin. — Vél-
gengið smurið í brennivíni. — Allt var
framleitt með brennivinskrafti — fisk-
þvottur, fiskburður, þangfjörur, beitu-
fjara o. s. frv., en ekki svo að skilja að
fólkið væri fullt við vinnuna, síður en svo,
kaffið og brennivínið veilt óspart, en þó
með bæfilegu millibili, til þess að halda
fólkinu heilu og hreifu við vinnuna,
smurðu í brennivíni! Brennivínið var
þá allt í senn, bensinið, smurningsolían
og koppafeitin, til þess að smyrja með
mannvélina, svo hún gengi með fullum
kraftil Og stórbændurnir spöruðu held-
ur ekki að birgja sig upp með smurn-
inginn, þetta frá 5—7 tn. (600—840 pt.)
tók hver af þessum áðurnefndu bænd-
um árlega af brennivíninu og 20—40 pt.
af rommi, og allt var þetta veilt, en
ekkert selt. En það má furðu gegna að
enginn af þessum bændum neyttu vins
sjálfir, þó þeir væru alla daga að tappa
af tunnunum. Það var eins og þeir fyndu
sig hátt yfir það hafna að neyta sjálfir
vins, þó þeir veittu það óspart öðrum.
Hins vegar var Ketill föðurafi minn að
marki vínhneigður, en sagður var hann
hinn mesti mannvinur, bjargvættur hins
bágstadda, öllum til hjálpar, en engum
til meins. Eldfjörugur var hann og af-
brigða glímumaður, átti hann oft íbrös-
um við Bessastaðastúdentana á meðan
hann bjó á Skógtjörn á Álftanesi. Var
sagt að Vigdís fyrri kona hans (dóttir
Jóns dbrm. sterka í Stóruvogum) hefði
oft þurft að bæta föt hans eftir heim-
boðin að Bessastöðum. Sagt var mér í
æsku, af mér eldri mönnum, að ég væri
lifandi eftirmynd afa míns að vallarsýn,
lífsgleði og fjöri og svo tók ég líka að
erfðum eftir afa, gömlu brennivíns-kar-
öfluna haus og með henni ílöngun afa
míns að innihaldinu úr þeirri gömlu!
enda líka snemma á það vaninn af vinnu-
mönnunum, sjómönnum og fleirum. En
þó nú svo væri sem að framan er
sagt, að brennivínsstraumarnir rynnu
sem lækur i leysingu inn i hreppinn, svo
að um 16 pottar féllu á nef hvers karls
og konu, ungt og gamalt, fyrir utan allt
það vín, sem vinnumennirnir og sjó-
mennirnir tóku, aðallega fyrir hátíðar,
þá var þó ekki hægt að sjá áberandi
drykkjuskap á mönnum hversdagslega.
Helzt var það er sjómenn fóru í Kefla-
vik að sækja rúg í kökurnar sínar að
þeir komu hreiflr heim að kveldi með
kökuefnið. En er fór að líða að pásk-
unum fór heldur að draga úr hófdrykkju-
hættinum. Man ég að aldrei var svo
seint komið af sjó á miðvikudaginn fyrir
skirdag, að ekki færu fleiri eða færri af
hverju skipi að sækja á páskapelann til
Keflavíkur. Var mörgum ekki svefnsamt
á skírdagsnótt, en þó var það samt sjálf-
ur skýrdagur, sem setti met allra annara
hátíðisdaga í Hafnahreppi i þá daga, í
algleymisfyllirii, áflogum, kjaftshöggum
og kinnhestum, glóðaraugum og gaul-
rifnum ílíkum. Er mér enn þá minnis-
stæður skírdagsmorgun 1874, er ég á-
samt fleiri strákum komum að einni
sjóbúðinni, sem var einstætt hús úr
timbri, og nefnt var Guðnahús; bjuggu i
þeirri sjóbúð hásetar Gunnars Halldórs-
sonar, sem áður er nefndur. Löngu áð-
ur en að við vorum komnir að húsinu,
heyrðum við hávaðann, brakið og brest-
ina, svo þilin, veggirnir og gaflar, gengu
i bylgjum út og inn. Var nú meiri en
minni hugur í okkur strákum að kom-
ast sem næst kösinni, en ægilegt var að
heyra og sjá allt sem þar fór fram inn-
an veggja, því darna höfðu safnast sam-
an mill, 30 og 40 risar sitt frá hverju
heimili, allir blindfullir og allir í einni
áflogabendu. Ivvað við í húsinu er kjafts-
höggin dundu, en orðbragðinu, öskrinu