Ægir - 01.04.1932, Síða 24
110
ÆGIR
skonnrok og drukku brennivín, og þá
hélt hver sjómaður við sina þjónustu,
og þá fikkaðist. en nú er öllu þessu hætt
og nú fæst heldur ekki branda úr sjó —
og þarna hefurðu það!«
Grindavík hefur nú síðustu áratugi
verið almesta fiskiver allra Suðurnesja
og sett »met« í aflabrögðum á opnum
bátum frá, því ísland byggðisf, siðast-
liðna vetrarvertíð. Metið setti Guðjón
Gfslason í Vík með 50 þúsund af þorskí
auk smærri fisks. Er það óefað mestur
atli sem fengist hefur á opið skip á einni
vetrarverlíð. Væri þvi mjög fróðlegt fram-
tíðarinnar vegna, ef að Guðjón vildi gefa
opinbera skýrslu yfir hvað mikinn skyr-
hákarl, skonnrok og brennivín hann
brúkaði yfir vertíðina! og svo síðast en
ekki sízt, hvað margar þjónustumeyjar
hann og hásetar hans mzsbrúkuðu í þjón-
ustu sína, við sokkaplaggaþvott og fleira!
En þess er ég futlviss, að ef hann Þ.
gamli væri nú risinn upp úr gröf sinni,
þá myndi hann renna sínum greindar-
legu augum til Grindavíkur og segja : »að
mikinn horfinn meyjarblóma megi hann
hafa á melinu sínu hann Guðjón garmur!«
En sjálfan mig verð ég að telja fiski-
fræðingnum okkar fremri, þar sem ég
hef orðið fyrstur manna til þess að vekja
athygli islenzkra formanna á þessu ör-
yggi gegn aflalegsinu!
Mér hefur láðst að geta þess, en þess
er þó vert að geta, að á meðan allir
þessir miklu sjósóknarar og aflamenn
sem ég áður hef nefnt, voru hér uppi
og stunduðu sjó, kom það aldrei fyrir
einn einasta helgan dag, að þeir réru til
fiskjar. í þau 40 ár, sem Vilhjálmur Há-
konarson var formaður, var það að eins
einu sinni að hann fór á sjá á sunnu-
degi, en það var til þess að lóðsa danskt
kaupfar inn á Þórshöfn. Hinsvegar gættu
þessir formenn þess stranglega að ekki
félli úr einn einasti dagur alla föstuna,
svo að ekki væri lesinn húslesturinn og
sungnir passíusálmarnir og varð hver
maður að hlýða lestri og söng með heil-
agri andankt! Hið sama mátti segja þeg-
ar messudagar voru, að þá urðu allir
sjómenn að fara i kirkju og hlýða helg-
um tíðum. og var Kirkjuvogskiikja þá
svo troðfull að oft var sæta vant í kirkj-
unni á vetrarvertíðunum.
Mjög sjaldan kom það fyrir að drukk-
inn maður sæist í kirkjunni, það var þá
helzt ef messað var á skírdag, að ein-
hver slæðingur var af ölvuðum mönn-
um við messugerðina, en þeir voru þá,
þó ofstopamenn væru, prúðir og stilltir,
sem ódrukknir væru. Annars gættu þess-
ir formenn þess að láta ekki háseta
sína fara í kirkju ef þeir voru mikið
drukknir. En ekkert er án undantekn-
inga, og allir viðburðir hafa sínar or-
sakir. — Einu sinni brá þó ofurlítið út
af hinum venjulegu helgisiðum við messu-
gerð í Kirkjuvogskirkju, og af því að
mér er enn þann dag í dag, sú helgiat-
höfn t fersku minni, þó nú séu liðin 50
ár síðan, þá get ég ekki skilið svo við
skrif þessi, að ég ekki greini frá því
helzta, sem fram fór við þessa messugerð.
Þegar Vilhjálmur dbrm, Hákonarson
dó 1871, tók við skipi og formennsku
eftir hann. fyrir ekkju hans Þói uni Brynj-
ólfsdóttur prest að Útskálum — bróður-
sonur Vilhjálms, Bjarni Guðnason, þá
um tvítugsaldur, en nú blint gamal-
menni á níræðisaldri hjá frú Hildi mág-
konu minni í Kotvofíi. Er óhætt að telja
Bjarna einn með mestu sjósóknurum og
aílamönnum, sem verið hafa í Hafna-
hreppi. Hafði Bjarni því alltaf valið lið
háseta, voru margir af hásetum hans hin
mestu tröll að vexti, og orðlagðir víking-
ar að dugnaði, bæði við árina — og kútinn!