Ægir - 01.07.1932, Qupperneq 7
ÆGIR
161
laginu, ritað fróðlegar greinár í Ægi og
má ritið vænta góðrar aðstoðar hans
framvegis.
Þeir sem stunda sjó, ættu að muna
það, að Ægir er þeirra tímarit, en þótt
lítið sjáist úr þeirri átt á prenti til þessa
i þvi, þá hefur þó oft verið leitað til
þeirra og hafa ýmsir gefið réttar skýr-
ingar á tvíræðum sögusögnum sem taka
átti ( ritið. Væri óskandi að starfandi
sjómenn færðu ritinu endrum og sinn-
um greinarkorn; það lífgar upp.
Annan í páskum s. 1. hittumst við
Matthías hér í Reykjavík og létum taka
þá mynd af okkur, sem hér birtist. Bað
hann mig þá að bera lesendum Ægis,
frá þeim tíma að hann var ritstjóri, kæra
kveðju sina og þakkir fyrir aðstoð og
velvild allra. Sömu þakkir færi ég, í
fyrsta lagi öllum forselum og stjórnum
Fiskifélagsins í nálega 19 ár og þakka
þeim velvild þeirra mér sýnda og að þeir
hafa á einn og annan hátt greitt veg
minn. í öðru lagi þakka ég öllum,
er styrkt hafa Ægi með ritgerðum
°g ýmsu, sem á einn og annan
hátt hefur gert mér það fært, að
halda mér við það eitt, sem ritið var
stofnað til, sjóinn. Að síðustu þakka ég
öllum þeim, sem i ritstjóratíð minni,
hafa skrifað mér uppörfunarbréf og skor-
að á mig að halda áfram að skrifa um
hryggi á sjónum. Þótt enginn lesi slíkt
ná orðið, einkum þegar margt er
endurtekið, þá verður Ægir þó vottur
þess er fram líða stundir, að til voru
Þeir, sem létu sig þau mál skipta, hvort
sem það verður reiknað okkur lof eða
óþarfa hjal á komandi árum.
Reykjavík, 10. júlí 1932.
Sveinbjörn Egilsson.
„Ægir“. — Stutt yfirlit.
Aflaskýrslur.
Þegar ég tók við ritstjórn Ægis, var
mér það Ijóst, að ég yrði að birta afla-
skýrslur eins og áður hafði verið gert,
en þar mætti ég ýmsum örðugleikum.
Það voru einkum menn í veiðstöðvum
fyrir austan fjall og suður með sjó, sem
sendu skýrslur, nokkrar komu frá öðr-
um landsfjórðungum. Einkum voru þær
greinilegar, sem að austan komu; má
þakka það áhuga þeirra Guðmundar ís-
leifssonar á Eyrarbakka og Jóns Stur-
laugssonar á Stokkseyri, sem frá byrjun
sýndu Fiskifélaginu hina mestu velvild.
Erindreki Matthías Ólafsson, sem þá
var einn og ferðaðist kringum landið,
gaf ítarlegar skýrslur um ferðir sínar, en
þar sem hann vegna fjárskorts félagsins,
varð að fara fljótt yfir, var ekki við því
að búast, að hann gæti gefið skýrslur
um aflabrögð á hinum mörgu verstöðv-
um, en hann hvatti menn hvarvetna þar
þar sem hann gat haldið fundi og stofn-
að deildir, að hefjast handa og senda
skrifstofu Fiskifélagsins i Reykjavík, afla-
skýrslur, eins oft og ástæður leyfðu. Auk
þessa eru ýmsar fróðlegar ritgerðir eftir
hann í Ægi og skýrslur frá erindreka-
starfi hans erlendis. Árið 1915 komu
nokkrar aflaskýrslur utan af landi og úr
Reykjavik náðist skútu- og togaraafli,
sem var ónákvæmur mjög og þá talinn
í skippundum. Yfirleitt voru menn ófús-
ir á að gefa Fiskifélagsskrifstofunni upp
eitt og annað, sem þurfti að fá upplýs-
ingar um, og var það einkum af því, að
menn skildu ekki starfið og vissu ekki
hvers vegna verið var að spyrja. Kom
þetta fram við mig sjálfan.
Þegar ég réðist hjá félaginu, hafði ég
100 kr. á mánuði fyrir skrifstofustörf og