Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 9
ÆGIR 163 Réttritun. Um hana þurfa ekki mörgorð. Ég hef ekki verið búinn að álta mig á breyt- ingum þar, þegar nýjar hafa komið. Ég hef haldið mér við það, sem Halldór yfirkennari Friðriksson kenndi mér, en viðvíkjandi z-unni hef ég notað hana jöfnum höndum og s-ið, til þess að gera sem flestum lil geðs. Ritstjórnin. Á litilblaði Ægis stendur: »Mánaðarit Fiskifélags íslands um fiskveiðar og far- mennskm. Var farmennskan hið eina, sem ég gat stutt mig við, er ég tók við ritstjórn hinn 4. janúar 1914; annað hafði ég ekki til brunns að bera. íslenzku hafði ég lært hjá yfirkennara Halldóri Frið- rikssyni sáluga og vissi ég ekkert, hvern- ’g hið svo nefnda blaðamannamál var. Af ferðasögum eða efni í þær, átti ég talsverðan forða og datt í hug, að ég gæti notað slíkt þegar lítið efni væri fyr- ir hendi. En þegar ég í fyrsta tbl. 1914, hafði skrifað um eldgosið á Krakatao og hélt að ég væri kominn á stryk, kom til mín merkur maður og bað mig hætta að senda sér Ægir. Hann hafði gerst á- skrifandi að fiskiriti, en ekki skemmti- riti (Underholdningsblad, sem hann kall- aði það). Ég gekk þá þegar úr skugga Unb að ferðasögur eða þess konar átti ekki við og forðaðist að birta slikt, en svo skeður það 18 árum síðar, þegar hr. Olafur Ketilsson skrifar um skipströnd Vlð Reykjanes og um sjómannalíf í Hafna- hreppi fyrir 60 árum, þá eru margir sem sPyrja: »Kemur ekki meira, og því hef- Ur Ægir ekki flutt ritgerðir af því tægi fyr?« Slíkt lesa allir. Nokkuð mun satt i þvi, og fleiri sjó- menn hefðu keypt ritið en raun er á, hefðu sjóferðasögur birst í því endrum og sinnum, en þær taka rúm og eftir því sem Ægir stækkaði, var annað látið sitja í fyrirrúmi, sem nauðsynlegra þótti að birta. Þrátt fyrir tilraunir, að gera Ægi svo úr garði, að flestum líkaði, þá kom óánægja um innihald hans, fram á Fiskiþingi 1921, þar sem samþykkt var »að gera ritlð lœsilegra en pað liingað til liefur verið með pvi, að fá menn iil pess að senda pví ritgerðir eða eitthvað iil fróðleiks«. (Sjá Ægi bls. 128, 1922). Ekki var bent á hvert leita skyldi til þess að fá ritgerðir þessar og fróðleik, ekki heldur hverskonar ritgerðir eða fróðleik væri um að ræða. Mér var skipað að birta samþykkt þessa og gerði ég það, þótt mér væri það eigi ljúft. Pingið gat auðveldlega gefið mér einum ofan í gjöf og var sjálfsagt að gera slíkt, gæti ég eigi fullnægt ritstjórastarfinu, en það mátti eigi vanþakka þeim heiðurs- mönnum, sem góðfúslega höfðu látið ýmislegt, gagnlegt og fróðlegt, ritinu í té, en hér voru allir settir undir eitt merki, ritstjóri og þeir, sem skrifað höfðu í Ægi í 13 ár, sé tekið frá byrjun, en i 7 ár, sé gengið út frá 1914. En þegar þetta var samþykkt á þinginu, gat það haft þau áhrif, að enginn fengist til að skrifa grein í ritið framar, en um hvað rita átti og hver fróðleikurinn var, er mér hulið þann dag í dag, svo litlar skýr- ingar hefði ég getað gefið, þótt einhver hefði spurt mig, um hvaða efni skrifa ætti. Breyting á fyrirkomulagi „Ægis“. Á Fiskiþingum, einkum hinum fyrri, hefur verið drepið á það, að breyta Ægi þannig, að hann kæmi út í heftum við hvern ársfjórðung, og jafnvel komið til mála, að í sambandi við hann væri gefið út vikublað, en úr því hefur ekkert orðið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.