Ægir - 01.07.1932, Page 10
164
ÆGÍR
til þessa, enda engar bókaðar tillögur
um það, heldur að eins umræður manna
á meðal.
Nú er Ægi 25 ára, og síðasta hefti
þess árs verður í sama formi og hið
fyrsta hefti hans var, þegar hr. Matthías
Þórðarson byrjaði útgáfuna. Má kalla
það vel sloppið á þeim breytinganna
tímum, sem yfir land þetta hefur gengið,
síðan árið 1905.
Eg get ekki endað þelta litla yfirlit,
án þess að minnast á þann starfsmann
félagsins, sem mestan veg og vanda hef-
ur haft við söfnun aflaskýrslna og að
koma öllum ruglingi, óvissu og vand-
ræðum sem voru, í reglubundið
form og hið vandaðasta. Maður þessi er
Arnór Guðmundsson, sem starfað
hefur hjá félaginu síðan árið 1925, og er
það honum mest að þakka, að Ægir
flytur mánaðarlega nákvæmar og glögg-
ar skýrslur um afla á öllu landinu, sem
munu meðal hinna nákvæmustu, sem
nokkur þjóð er veiðar hefur með hönd-
um, lætur frá sér fara.
Sveinbjörn Egilson.
Nauðsynleg fyrirtæki.
Ný dráttarbraut í Rvlk.
Mikið af efni er nú komið til hinnar
fyrirhuguðu dráttarbrautar í Reykjavík.
— Er óskandi að hún yrði fullger hið
bráðasta. Vöntun á góðri dráttarbraut
hefur haft ýmislegt illt í för með sér á
undanförnum árum, þótt eigi sé minnst
á allt það fé, sem farið er út úr landinu
fyrir viðgerðir á skipum, bæði innlend-
um og útlendum, sem ekki hefur verið
auðið að draga á þurt land.
Bryggja í Keflavík.
Herra Óskar Halldórsson hefur tekist
það á hendur, sem mörgum hefur óað
við. Það er hvorki meira né minna en
að koma hafskipabryggju eða bryggju
fyrir í Keflavík. Er sagt, að verkið vinn-
ist vel og munu flestir óska þess, að
Óskari heppnist að fullgera og leiða til
lykta þetta fyrirtæki sitt.
Það eru mörg ár síðan farið var að
ræða um hafskipabryggju í Keflavik, og
eftir þvi sem aflabrögð urðu meiri á
Suðurnesjum, eftir því óx þörfin, að hún
kæmi þar. — Á Fiskiþingum hefur mál
þelta verið rætt, kostnaðaráætlun og
ýmsar mælingar gerðar, en allt hefur
slaðið við sama. Salt hefur oftast orðið
dýrara og flutningur á sjávarafurðum til
kaupenda sömuleiðis, allt vegna bryggju-
leysis.
Bryggjur þær, sem Óskar lætur gera,
verða tvær og er önnur að mestu full-
ger, þegar þelta er ritað (8. júlí). —
Ætlast hann til að við hvora megi af-
greiða togara, en vöruskip, sem lengri
eru, liggi við báðar, þannig, að losa eða
ferma megi úr 2—3 lúkum.
Landssmiðjan hefur að mestu verk
þetta með höndum og leggur til kafara,
sem gengur frá neðri endum stálbjálka
á hafsbotni, sem eru aðal-máttarstoðir
bryggjunnar. Auk þess vinna þar nokkrir
smiðir úr Hafnarfirði.
Síldveiðin.
Laugardagskvöld 16. júlí var búið
að salta 798 hálftunnur og setja 5371 hl.
í bræðslu.