Ægir - 01.07.1932, Qupperneq 13
ÆGIR
167
Við umræður um þetta mál í Stór-
þinginu gat verzlunarmálaráðherrann
þess, að hann enn þá ætlaði að reyna
að fá alla aðilja til að samþykkja þelta
mál af fúsum vilja, áður en lögunu^n
verði beitt.
Skýrsla
frá fiskifulltrúanum á Spáni.
Barcelona, 24 júní 1932.
Þar eð mér hefur skilist á óljósum
hegnum að heiman, að verið sé að koma
á einhvers konar samtökum milli út-
gerðarmanna og úlflytjenda, til að halda
uppi fiskverðinu og festa það, leyfi ég
uiér hérmeð að gefa yfirlit yfir hvernig
markaðurinn í Spáni og Portúgal stend-
ui' af sér, eftir því sem ég hef kynnst
honum á minni stuttu dvöl hér.
Vil ég reyna að draga upp aðallín-
urnar fyrir hvern markað, í þeirri von,
að útflytjendur heima fái skýrara yfirlit
ýfir hvað gera þurfi og hægt sé að gera,
en hægt er að fá af markaðstilkynning-
um ræðismannanna og mánaðarskýrsl-
um fiskifulltrúans.
Hér á Spáni má skipta markaðinum
• fernt, eftir þvi hvernig ibúarnir vilja
fiskinn verkaðann, og við hvaða fisk hann
hetur að keppa á hvorum stað: 1. Kata-
'óníu-markaðurinn, sem nær yfir Barce-
lona og Tarragona, og svæðin þar i grend.
-• Bilbao-markaðurinn, sem nær yfir
Norður-Spán. 3. Galiciu-markaðurinn,
Sem nær yfir norðvesturhorn skagans,
°8 4. Suður-Spánar-markaðurinn, sem
nær yfir allan Suður-Spán, nema Kata-
lóníu.
r>l Barcelona hefur sallfisks-innflutn-
ingurinn numið um 14.000 smálestum
undanfarin ár. í fyrra féll hann þó niður
í rúmar 13.000 smálestir. Um miðjan
þennan mánuð hafði fluzt hingað tæpar
6.000 smálestir, en birgðir samt minnkað
um 1.500 smálestir frá áramótum, svo
neyzlan hefur verið um 7.500 smálestir,
og þvi fullt svo mikil sem undanfarin ár
og löluvert meiri en í fyrra, því þá hafði
innflutningurinn í miðjum júní ekki
numið nema 4.500 smálestum, en neyzlan
alls 5.800 smálestum.
Pegar fyrsti fiskurinn frá vertíð yfir-
standandi árs kom hingað, var hann
seldur fyrir 112 pes. pakkinn í upphafi,
enda líkaði fiskurinn stórvel og var lal-
inn einhver bezti fiskur sem hingað hafði
komið. Um mánaðamólin kom svo fær-
eyskur fiskur til Trueba y Pardo. Var
hann og skínandi fallegur, en var hoð-
inn fyrir 100—105 peseta úrvalið, og
vanalegur fyrsta flokks fiskur fyrir 96—
98 pes. Pessi úrvalsfiskur var heima-
fenginn afli við Færeyjar, mjög vand-
virknislega verkaður og fallegur. Pólti
hann þó ekki standa framar fyrsta fisk-
inum, sem Kveldúllur hafði sent.
1 þessum mánuði hefur hvert skipið
komið á fætur öðru og hefur verðið
fallið með komu hvers þeirra. í dag
(20. júní) er fiskur kominn ofan i rúm-
lega 90 peseta pakkinn, frá 92—98.
Iíaupendur fullyrða að þeir hafi keypt
fyrsta flokks fisk fyrir 86 peseta, en
hvort það er satt þori ég ekki að full-
yrða. Hitt er þó víst, að menn trúa því
hér og telja ekkert að marka lágmarks-
verð það, sem Islendingar hafa sett, og
búast því við frekara verðfalli.
Innflytjendur í Barcelona eru átta tals-
ins. Hefur innflutningsmagn skipzt svo
milli þeirra sl. 3 ár, sem segir á næslu bls.
Pó að tölur þær, sem eftirfarandi tafla
sýnir, séu að sjálfsögðu ekki fullkomnar,
tel ég, að ekki muni skakka miklu.